Utanríkisráðherra Noregs yfir sig hrifinn af Heru Björk 27. maí 2010 09:39 Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, er eldheitur aðdáandi Heru Bjarkar og óskaði sérstaklega eftir því að fá að hitta íslensku söngdívuna. Vel fór á með þeim í gær. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, óskaði sérstaklega eftir því að fá að hitta Heru Björk og íslenska Eurovision-hópinn í gær. Íslensku þátttakendurnir urðu að sjálfsögðu við bón norska utanríkisráðherrans þrátt fyrir mikið annríki enda hefur fjölmiðlaáhuginn sjaldan eða aldrei verið meiri. „Ég veit eiginlega ekkert hvernig stóð á þessum fundi," segir Örlygur Smári, höfundur Je ne sais quoi, en það tryggði sér sæti í úrslitum Eurovision á síðustu stundu eins og frægt er orðið. Örlygur segir að þau hafi fengið einhverja klukkutíma til að undirbúa sig. „Það var síðan farið með okkur upp á efstu hæð hótelsins og þar var búið að undirbúa þennan fund," segir Örlygur en Störe var í fylgd með norska ríkissjónvarpinu sem tók fundinn upp. Lagasmiðurinn snjalli segir Störe hafa verið sérlega áhugasaman um ástandið á Íslandi og ekki síður hvernig staðan væri vegna eldgossins. „Hera svaraði þessu bara af sinni alkunnu snilld, svo var lagið tekið og við gáfum honum diskinn," útskýrir Örlygur. Störe er ekki ókunnur Íslendingum því hann heimsótti landið í nóvember 2008. Og ekki ólíklegt að þar hafi hann kynnst tónlist Heru Bjarkar. Ekki var unnt að fá viðtal við Heru Björk um málið en Valgeir Magnússon, umboðsmaður hennar, segir ásóknina í íslensku söngkonuna hafa verið gríðarlega og að það sé næstum því barist um viðtölin. Undir það tekur Örlygur sem hefur keppt þrisvar sinnum í Eurovision. „Við höfum fengið alveg ótrúlegar viðtökur og finnum fyrir alveg svakalegum meðbyr. Ég man hreinlega ekki eftir öðru eins," segir Örlygur sem viðurkennir að hann hafi verið með hjartað í buxunum þegar aðeins eitt umslag var eftir í undankeppninni á þriðjudaginn. „Við fundum það á okkur að við yrðum síðust upp úr hattinum og þegar við sáum glitta í hornið á íslenska fánanum stóðum við öll upp og fögnuðum, tilfinningarnar tóku eiginlega bara öll völd." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, óskaði sérstaklega eftir því að fá að hitta Heru Björk og íslenska Eurovision-hópinn í gær. Íslensku þátttakendurnir urðu að sjálfsögðu við bón norska utanríkisráðherrans þrátt fyrir mikið annríki enda hefur fjölmiðlaáhuginn sjaldan eða aldrei verið meiri. „Ég veit eiginlega ekkert hvernig stóð á þessum fundi," segir Örlygur Smári, höfundur Je ne sais quoi, en það tryggði sér sæti í úrslitum Eurovision á síðustu stundu eins og frægt er orðið. Örlygur segir að þau hafi fengið einhverja klukkutíma til að undirbúa sig. „Það var síðan farið með okkur upp á efstu hæð hótelsins og þar var búið að undirbúa þennan fund," segir Örlygur en Störe var í fylgd með norska ríkissjónvarpinu sem tók fundinn upp. Lagasmiðurinn snjalli segir Störe hafa verið sérlega áhugasaman um ástandið á Íslandi og ekki síður hvernig staðan væri vegna eldgossins. „Hera svaraði þessu bara af sinni alkunnu snilld, svo var lagið tekið og við gáfum honum diskinn," útskýrir Örlygur. Störe er ekki ókunnur Íslendingum því hann heimsótti landið í nóvember 2008. Og ekki ólíklegt að þar hafi hann kynnst tónlist Heru Bjarkar. Ekki var unnt að fá viðtal við Heru Björk um málið en Valgeir Magnússon, umboðsmaður hennar, segir ásóknina í íslensku söngkonuna hafa verið gríðarlega og að það sé næstum því barist um viðtölin. Undir það tekur Örlygur sem hefur keppt þrisvar sinnum í Eurovision. „Við höfum fengið alveg ótrúlegar viðtökur og finnum fyrir alveg svakalegum meðbyr. Ég man hreinlega ekki eftir öðru eins," segir Örlygur sem viðurkennir að hann hafi verið með hjartað í buxunum þegar aðeins eitt umslag var eftir í undankeppninni á þriðjudaginn. „Við fundum það á okkur að við yrðum síðust upp úr hattinum og þegar við sáum glitta í hornið á íslenska fánanum stóðum við öll upp og fögnuðum, tilfinningarnar tóku eiginlega bara öll völd." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein