Orkuveitan aftengdi neysluvatn fjölskyldu 2. október 2010 06:00 Ingibjörg Þorgilsdóttir og Jón Jóhann Jónsson Vetur nálgast og hjónin í Perluhvammi og sonur þeirra hafa ekkert neysluvatn í skúrnum sem þau búa nú tímabundið í. Bera þarf vatn úr Leirvogsá í fötum inn í hús. Fréttablaðið/Vilhelm „Nú náum við í vatn eitt hundrað metra leið niður í Leirvogsá," segir Ingibjörg Þorgilsdóttir í Perluhvammi í landi Fitja, þar sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur aftengdu kaldavatnslögn inn á land þeirra á fimmtudag. Ingibjörg og eiginmaður hennar, Jón Jóhann Jónsson, keyptu Perluhvamm á Álfsnesi á árinu 1992. Hún segir fyrrverandi eiganda hafa lagt til sín kaldavatnsæð frá aðallögn á eigin kostnað samkvæmt samkomulagi við þáverandi Kjalarneshrepp. Fyrir fjórum árum hafi starfsmenn Orkuveitunnar uppgötvað kaldavatnskrana á landinu. Hjónin og tólf ára sonur búi nú í vinnuskúr tímabundið og þangað inn hafi þau tengt kalda vatnið í sumar. „Þeir urðu alveg brjálaðir. Þeir segja að við höfum stolið lögninni og hafa beitt okkur miklu ofríki og hótunum," segir Ingibjörg um viðbrögð Orkuveitunnar. Til dæmis hafi ekki, fyrr en Jón náði fundi nýs forstjóra, tekist að aðskilja deiluna um kaldavatnslögnina og umsókn þeirra um að fá tengt heitt vatn að húsinu. Orkuveitan segir kaldavatnslögnina áður hafa verið komna úr notkun og vill gera á henni úttekt. Fyrir það eiga hjónin að greiða rúmar 132 þúsund krónur. Hinn möguleikinn sé að fyrirtækið leggi nýja lögn að húsinu. Þess má geta að gjald fyrir sjálfa notkunina á köldu vatni er innheimt með fasteignagjöldum. Ingibjörg segir þau hjón hvorki telja nauðsyn á úttekt á gömlu lögninni né nýrri lögn. Vegna óbilgirni Orkuveitunnar hafi hlaupið kergja í málið. Þess vegna hafi þau ekki viljað vísa starfsmönnum OR á það hvar lögnin að húsi þeirra liggur. Þeir hafi mætt á fimmtudaginn fyrir utan land þeirra og byrjað að grafa. Sjálf hafi þau kallað til lögreglu að taka skýrslu. „Fagnaðarópin í vinnuflokknum þegar þeir fundu lögnina heyrðust hér um alla sveitina. Síðan aftengdu þeir okkur bara. Nú getum við ekki þvegið okkur eða sturtað niður án þess að fara með fötu niður í ána. Og ekki drekkum við vatnið úr ánni, svo ég þarf að fara niður í Olís eftir drykkjarvatni," segir Ingibjörg. Í ágúst varaði Orkuveitan Jón við að sæktu þau ekki formlega um kaldavatnslögn myndi heimæðinni verða lokað. „Kostnaður við aðgerðina verður innheimtur hjá þér," sagði í bréfi fyrirtækisins til Jóns. Varað var við að kostnaðurinn gæti numið margföldu áðurnefndu tengigjaldi. „Þú getur lágmarkað þennan kostnað með því að veita Orkuveitunni greinargóðar upplýsingar um legu heimæðarinnar," sagði þó í bréfi OR en þessa leið völdu hjónin ekki eins og fyrr segir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Nú náum við í vatn eitt hundrað metra leið niður í Leirvogsá," segir Ingibjörg Þorgilsdóttir í Perluhvammi í landi Fitja, þar sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur aftengdu kaldavatnslögn inn á land þeirra á fimmtudag. Ingibjörg og eiginmaður hennar, Jón Jóhann Jónsson, keyptu Perluhvamm á Álfsnesi á árinu 1992. Hún segir fyrrverandi eiganda hafa lagt til sín kaldavatnsæð frá aðallögn á eigin kostnað samkvæmt samkomulagi við þáverandi Kjalarneshrepp. Fyrir fjórum árum hafi starfsmenn Orkuveitunnar uppgötvað kaldavatnskrana á landinu. Hjónin og tólf ára sonur búi nú í vinnuskúr tímabundið og þangað inn hafi þau tengt kalda vatnið í sumar. „Þeir urðu alveg brjálaðir. Þeir segja að við höfum stolið lögninni og hafa beitt okkur miklu ofríki og hótunum," segir Ingibjörg um viðbrögð Orkuveitunnar. Til dæmis hafi ekki, fyrr en Jón náði fundi nýs forstjóra, tekist að aðskilja deiluna um kaldavatnslögnina og umsókn þeirra um að fá tengt heitt vatn að húsinu. Orkuveitan segir kaldavatnslögnina áður hafa verið komna úr notkun og vill gera á henni úttekt. Fyrir það eiga hjónin að greiða rúmar 132 þúsund krónur. Hinn möguleikinn sé að fyrirtækið leggi nýja lögn að húsinu. Þess má geta að gjald fyrir sjálfa notkunina á köldu vatni er innheimt með fasteignagjöldum. Ingibjörg segir þau hjón hvorki telja nauðsyn á úttekt á gömlu lögninni né nýrri lögn. Vegna óbilgirni Orkuveitunnar hafi hlaupið kergja í málið. Þess vegna hafi þau ekki viljað vísa starfsmönnum OR á það hvar lögnin að húsi þeirra liggur. Þeir hafi mætt á fimmtudaginn fyrir utan land þeirra og byrjað að grafa. Sjálf hafi þau kallað til lögreglu að taka skýrslu. „Fagnaðarópin í vinnuflokknum þegar þeir fundu lögnina heyrðust hér um alla sveitina. Síðan aftengdu þeir okkur bara. Nú getum við ekki þvegið okkur eða sturtað niður án þess að fara með fötu niður í ána. Og ekki drekkum við vatnið úr ánni, svo ég þarf að fara niður í Olís eftir drykkjarvatni," segir Ingibjörg. Í ágúst varaði Orkuveitan Jón við að sæktu þau ekki formlega um kaldavatnslögn myndi heimæðinni verða lokað. „Kostnaður við aðgerðina verður innheimtur hjá þér," sagði í bréfi fyrirtækisins til Jóns. Varað var við að kostnaðurinn gæti numið margföldu áðurnefndu tengigjaldi. „Þú getur lágmarkað þennan kostnað með því að veita Orkuveitunni greinargóðar upplýsingar um legu heimæðarinnar," sagði þó í bréfi OR en þessa leið völdu hjónin ekki eins og fyrr segir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira