Utan vallar: Stjörnustælar hörundssára framherjans ná hámarki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2010 08:15 Eiður í leiknum gegn Liechtenstein. Fréttablaðið/Anton Stærsta knattspyrnustjarna Íslandssögunnar, Eiður Smári Guðjohnsen, sannaði endanlega í vikunni hversu hörundssár hann er með því að neita að tala við íslenska fjölmiðla í aðdraganda leiks Íslands og Liechtenstein sem og eftir leikinn. Eiður hefur iðulega tekið gagnrýni íslenskra fjölmiðla illa. Skiptir engu þó sú gagnrýni hafi verið af afar skornum skammti í gegnum tíðina og ekkert í líkingu við það sem gerist erlendis. Það er því erfitt að lesa annað út úr stöðunni en það megi ekki gagnrýna hann. Þá fari hann í fýlu. Það er sérstakt í ljósi þess að líklega enginn íslenskur íþróttamaður hefur fengið skrifaðar eins margar lofgreinar um sjálfan sig og Eiður. Ég velti því síðan fyrir mér hvort þetta fjölmiðlabann sé aumkunarverð tilraun til þess að kúga íslenska fjölmiðla til þess að sleikja hann upp. Ef svo er þá mun það ekki virka. Eiði, líkt og öðrum, verður hampað þegar tilefni er til og að sama skapi verður hann gagnrýndur er hann þykir ekki standa sig. Það er eðli íþróttaumfjöllunar. Eiður Smári er ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir. Staðreyndir málsins eru þær að hann átti skelfilega lélegan síðasta vetur. Hrökklaðist markalaus með skottið á milli lappanna frá Monaco eftir arfaslaka frammistöðu til þess eins að taka sæti á bekknum hjá Tottenham. Þar átti hann fáa spretti og skoraði aðeins tvö mörk allt tímabilið. Hvað landsliðið snertir átti hann enga gullleiki í þeim leikjum sem hentaði honum að spila. Það var því hægt að skrifa fátt jákvætt um hann síðasta vetur. Með þessu fjölmiðlabanni gerir Eiður lítið annað en að valda sínum fjölmörgu aðdáendum á Íslandi vonbrigðum. Krakkarnir sem líta upp til hans, og greiða sig inn á leiki til að sjá hann spila, vilja lesa um skoðanir hans og framtíðarplön. Hann hefur greinilega lítinn áhuga á að sinna þessu fólki og kýs frekar að vera í fýlu þar sem honum finnst greinilega að íslenskir fjölmiðlamenn séu svo vondir við sig. Þetta er ekkert annað en leiðinlegir stjörnustælar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári talar ekki við íslenska fjölmiðla Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta á Framvellinum í dag en KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að landsliðsmönnunum í tilefni af vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á morgun. 10. ágúst 2010 11:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Stærsta knattspyrnustjarna Íslandssögunnar, Eiður Smári Guðjohnsen, sannaði endanlega í vikunni hversu hörundssár hann er með því að neita að tala við íslenska fjölmiðla í aðdraganda leiks Íslands og Liechtenstein sem og eftir leikinn. Eiður hefur iðulega tekið gagnrýni íslenskra fjölmiðla illa. Skiptir engu þó sú gagnrýni hafi verið af afar skornum skammti í gegnum tíðina og ekkert í líkingu við það sem gerist erlendis. Það er því erfitt að lesa annað út úr stöðunni en það megi ekki gagnrýna hann. Þá fari hann í fýlu. Það er sérstakt í ljósi þess að líklega enginn íslenskur íþróttamaður hefur fengið skrifaðar eins margar lofgreinar um sjálfan sig og Eiður. Ég velti því síðan fyrir mér hvort þetta fjölmiðlabann sé aumkunarverð tilraun til þess að kúga íslenska fjölmiðla til þess að sleikja hann upp. Ef svo er þá mun það ekki virka. Eiði, líkt og öðrum, verður hampað þegar tilefni er til og að sama skapi verður hann gagnrýndur er hann þykir ekki standa sig. Það er eðli íþróttaumfjöllunar. Eiður Smári er ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir. Staðreyndir málsins eru þær að hann átti skelfilega lélegan síðasta vetur. Hrökklaðist markalaus með skottið á milli lappanna frá Monaco eftir arfaslaka frammistöðu til þess eins að taka sæti á bekknum hjá Tottenham. Þar átti hann fáa spretti og skoraði aðeins tvö mörk allt tímabilið. Hvað landsliðið snertir átti hann enga gullleiki í þeim leikjum sem hentaði honum að spila. Það var því hægt að skrifa fátt jákvætt um hann síðasta vetur. Með þessu fjölmiðlabanni gerir Eiður lítið annað en að valda sínum fjölmörgu aðdáendum á Íslandi vonbrigðum. Krakkarnir sem líta upp til hans, og greiða sig inn á leiki til að sjá hann spila, vilja lesa um skoðanir hans og framtíðarplön. Hann hefur greinilega lítinn áhuga á að sinna þessu fólki og kýs frekar að vera í fýlu þar sem honum finnst greinilega að íslenskir fjölmiðlamenn séu svo vondir við sig. Þetta er ekkert annað en leiðinlegir stjörnustælar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári talar ekki við íslenska fjölmiðla Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta á Framvellinum í dag en KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að landsliðsmönnunum í tilefni af vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á morgun. 10. ágúst 2010 11:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Eiður Smári talar ekki við íslenska fjölmiðla Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta á Framvellinum í dag en KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að landsliðsmönnunum í tilefni af vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á morgun. 10. ágúst 2010 11:00