Enski boltinn

Neville: Ber virðingu fyrir Liverpool en virðir aldrei City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Neville.
Gary Neville. Mynd/GettyImages
Það þekkja allir sem fylgjast með enska boltanum hatur Gary Neville á Liverpool. Nú hefur þessi reynslubolti í liði Manchester United ýtt undir nágrannaerjurnar við Manchester City með því að segjast aldrei geta borið virðingu fyrir hinu Manchester-liðinu ekki frekar en öðrum félögum sem nota peninga til að búa til skyndi-árangur.

„Ég held að hatrið mitt á Liverpool hafi komið frá öfund í æsku og er til komið vegna ástríðunnar fyrir mínu eigin félagi. Þegar ég var ungur var ég stuðningsmaður United og Liverpool var að vinna allt. Það var skelfilegt fyrir mitt félag að fara í gegnum áttunda og níunda áratuginn," sagði Gary Neville í viðtali við Guardian.

„Það er enginn hrifinn af mönnum sem eru alltaf að vinna. Ég hef séð það sjálfur undanfarin 15 til 16 ár þar sem allir hata Man United af því að við erum að vinna," sagði Gary Neville sem notaði tækifærið til að skjóta á það sem hefur gerst hinum megin í Manchester-borg.

„Ég hef samt miklu meiri virðingu fyrir Liverpool en fyrir öðrum félögum sem hafa komið upp á síðustu árum og notað til þess bunka af peningum. Liverpool hefur mikla hefð og frábæra sögu. Maður verður líka að viðurkenna að þeir hafa náð góðum árangri í gegnum tíðina," sagði Neville.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×