Skynsamleg stefnumörkun á landsbyggðinni, segir fjármálaráðherra 6. október 2010 12:00 Steingrímur Sigfússon. Mótmælin halda áfram að hellast inn af landsbyggðinni vegna niðurskurðar á sjúkrahússþjónustu. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra varði niðurskurðinn í fjárlagaræðu sinni í gær með því að nauðsynlegt væri að bæta nýtingu opinberra fjármuna og að sú faglega stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda, sem með þessu væri boðuð, væri á margan hátt skynsamleg.Það er ekki bara á Húsavík sem borgarafundur verður haldinn á morgun. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur boðað til borgarafundar á Ísafirði annaðkvöld undir yfirskriftinni "Aðför að vestfirskum byggðum" en fullyrt er að sjúkrahússtarfsemi muni leggjast af á Vestfjörðum með niðurskurðinum. Á Suðurnesjum hefur verið boðað til þögullar mótmælastöðu annaðkvöld í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ. Samband sveitarfélaga á Austurlandi segir áformin ekkert annað en aðför að heilbrigðisþjónustu þar og bæjarráð Vestmannaeyja fordæmir þá aðferðafræði að skera niður nærþjónustu á landsbyggðinni.Fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, viðurkenndi í fjárlagaræðu sinni í gær að þetta væru mjög þungbærar ráðstafanir og að vega yrði og meta hversu raunsætt væri að þær gengju fram og með hvaða hraða. Hann varði þó þessa stefnumörkun með því að afar dýrt væri að veita sérhæfða læknisþjónustu með aðfluttum sérfræðingum á þessum stofnunum."Ég vil þó láta það sjónarmið mitt koma fram að ég tel að sú faglega stefnumótun heilbrigðisyfirvalda sem þar er boðuð sé á margan hátt skynsamleg," sagði Steingrímur."Við Íslendingar verðum að horfast í augu við það að við þurfum að endurskipuleggja þessa starfsemi og reyna að gera hana eins skilvirka og bæta þar nýtingu fjármuna eins og nokkur kostur er og nýta til þess meðal annars bættar samgöngur og nýja tækni af ýmsum toga sem með okkur leggst.Ég held að það sé skynsamleg áhersla að efla heilsugæsluna og nærheilbrigðisþjónustuna, hjúkrunarstarfsemi og aðra slíka hluti en í staðinn verðum við að sætta okkur við að í einhverjum mæli færist sérhæfðasta og dýrasta þjónustan á færri staði," sagði fjármálaráðherra á Alþingi í gær. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Mótmælin halda áfram að hellast inn af landsbyggðinni vegna niðurskurðar á sjúkrahússþjónustu. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra varði niðurskurðinn í fjárlagaræðu sinni í gær með því að nauðsynlegt væri að bæta nýtingu opinberra fjármuna og að sú faglega stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda, sem með þessu væri boðuð, væri á margan hátt skynsamleg.Það er ekki bara á Húsavík sem borgarafundur verður haldinn á morgun. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur boðað til borgarafundar á Ísafirði annaðkvöld undir yfirskriftinni "Aðför að vestfirskum byggðum" en fullyrt er að sjúkrahússtarfsemi muni leggjast af á Vestfjörðum með niðurskurðinum. Á Suðurnesjum hefur verið boðað til þögullar mótmælastöðu annaðkvöld í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ. Samband sveitarfélaga á Austurlandi segir áformin ekkert annað en aðför að heilbrigðisþjónustu þar og bæjarráð Vestmannaeyja fordæmir þá aðferðafræði að skera niður nærþjónustu á landsbyggðinni.Fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, viðurkenndi í fjárlagaræðu sinni í gær að þetta væru mjög þungbærar ráðstafanir og að vega yrði og meta hversu raunsætt væri að þær gengju fram og með hvaða hraða. Hann varði þó þessa stefnumörkun með því að afar dýrt væri að veita sérhæfða læknisþjónustu með aðfluttum sérfræðingum á þessum stofnunum."Ég vil þó láta það sjónarmið mitt koma fram að ég tel að sú faglega stefnumótun heilbrigðisyfirvalda sem þar er boðuð sé á margan hátt skynsamleg," sagði Steingrímur."Við Íslendingar verðum að horfast í augu við það að við þurfum að endurskipuleggja þessa starfsemi og reyna að gera hana eins skilvirka og bæta þar nýtingu fjármuna eins og nokkur kostur er og nýta til þess meðal annars bættar samgöngur og nýja tækni af ýmsum toga sem með okkur leggst.Ég held að það sé skynsamleg áhersla að efla heilsugæsluna og nærheilbrigðisþjónustuna, hjúkrunarstarfsemi og aðra slíka hluti en í staðinn verðum við að sætta okkur við að í einhverjum mæli færist sérhæfðasta og dýrasta þjónustan á færri staði," sagði fjármálaráðherra á Alþingi í gær.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira