Árni spyr hvort Svandís sé haldin mannvonsku 6. október 2010 18:57 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra var sökuð á Alþingi í dag um að vera enn að leggja steina í götu framkvæmda. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði hvort aðgerðir Svandísar byggðust á mannvonsku og mannhatri en fékk ákúrur fyrir ummælin frá öðrum stjórnarandstöðuþingmanni. Framsóknarþingmaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson spurði Svandísi hvort hún áttaði sig á því að seinkanir og stöðvanir, sem hún hefði valdið á framkvæmdum, drægju úr skatttekjum ríkissjóðs og þýddu aukinn niðurskurð. Hann nefndi meðal annars ákvörðun Svandísar að áfrýja til Hæstaréttar þeim dómi Héraðsdóms að hún hefði brotið lög með því að neita að staðfesta aðalskipulag Flóahrepps. Svandís skýrði ákvörðun sína um áfrýjun með því að það væri sitt mat og ráðuneytisins að leiðsögn héraðsdóms hefði ekki verið nægilega skýr. Sigurður Ingi benti hins vegar á að búið væri að breyta lögum þannig að nú væri leyft að framkvæmdaaðili greiddi fyrir skipulag. "Í raun og veru sýnist mér ráðherrann ætla að halda áfram að leggja steina í götu framkvæmda," sagði Sigurður Ingi. Árni Johnsen sagði að enn einu sinni sigldi umhverfisráðherra gegn sveitarfélögum í landinu og sýndi þeim vanvirðingu, lítilsvirðingu og ofbeldi. "Það er þessvegna spurning um það hvort að þessi aðför hæstvirts umhverfisráðherra kunni að byggjast á mannvonsku eða mannhatri," sagði Árni. Svandís kvaðst ekki vilja eiga samskipti með svona orðum. Þau væru þingmanninum til skammar, þinginu til lítilsvirðingar og ekki það sem íslensk þjóð vildi heyra núna.Siv Friðleifsdóttir sagði ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á það að þingmenn væru að saka hvern annan um mannvonsku. Þannig ættu menn ekki að leyfa sér að tala í sal Alþingis, og heyrðust fleiri þingmenn taka undir með Siv með orðunum: Heyr, heyr! Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra var sökuð á Alþingi í dag um að vera enn að leggja steina í götu framkvæmda. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði hvort aðgerðir Svandísar byggðust á mannvonsku og mannhatri en fékk ákúrur fyrir ummælin frá öðrum stjórnarandstöðuþingmanni. Framsóknarþingmaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson spurði Svandísi hvort hún áttaði sig á því að seinkanir og stöðvanir, sem hún hefði valdið á framkvæmdum, drægju úr skatttekjum ríkissjóðs og þýddu aukinn niðurskurð. Hann nefndi meðal annars ákvörðun Svandísar að áfrýja til Hæstaréttar þeim dómi Héraðsdóms að hún hefði brotið lög með því að neita að staðfesta aðalskipulag Flóahrepps. Svandís skýrði ákvörðun sína um áfrýjun með því að það væri sitt mat og ráðuneytisins að leiðsögn héraðsdóms hefði ekki verið nægilega skýr. Sigurður Ingi benti hins vegar á að búið væri að breyta lögum þannig að nú væri leyft að framkvæmdaaðili greiddi fyrir skipulag. "Í raun og veru sýnist mér ráðherrann ætla að halda áfram að leggja steina í götu framkvæmda," sagði Sigurður Ingi. Árni Johnsen sagði að enn einu sinni sigldi umhverfisráðherra gegn sveitarfélögum í landinu og sýndi þeim vanvirðingu, lítilsvirðingu og ofbeldi. "Það er þessvegna spurning um það hvort að þessi aðför hæstvirts umhverfisráðherra kunni að byggjast á mannvonsku eða mannhatri," sagði Árni. Svandís kvaðst ekki vilja eiga samskipti með svona orðum. Þau væru þingmanninum til skammar, þinginu til lítilsvirðingar og ekki það sem íslensk þjóð vildi heyra núna.Siv Friðleifsdóttir sagði ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á það að þingmenn væru að saka hvern annan um mannvonsku. Þannig ættu menn ekki að leyfa sér að tala í sal Alþingis, og heyrðust fleiri þingmenn taka undir með Siv með orðunum: Heyr, heyr!
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira