Enski boltinn

Dwight Yorke vill verða stjóri Aston Villa í framtíðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dwight Yorke
Dwight Yorke Mynd/AFP

Dwight Yorke hefur sett stefnuna á það að snúa aftur á Villa Park og taka við stjórastöðu Aston Villa í framtíðinni en þessi fyrrum knattspyrnukappi er sækir nú þjálfaranámskeið til að undirbúa sig fyrir nýjan starfsvettvang.

Það fór ekki vel í marga stuðningsmenn Aston Villa þegar Dwight Yorke yfirgaf félagið fyrir Manchester United á sínum tíma en hugur hans leitar engu að síður aftur til Villa Park þar sem að hann skoraði 73 mörk í 232 leikjum frá 1989-1998.

„Ég myndi vilja verða stjóri Aston Villa eftir nokkur ár en ég hef samt ekki áhuga á því verða stjóri þegar ég er orðinn gamall. Ég vil gerast stjóri strax og vonast eftir að einhver gefi mér tækifærið," sagði Dwight Yorke.

„Ég hef lært mikið af öllum 20 árum mínum í boltanum og ég hef þurft að breytast mikið sem leikmaður á þessum tíma. Ég veit hvað nútímaleikmenn hugsa og hvernig sé best að nálgast þá. Svo held ég að persónuleiki minn passi líka vel í þetta starf," sagði Yorke við Birmingham mail.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×