Ákærður fyrir brot á íslenskum vopnalögum vegna regnhlífar Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. október 2010 16:45 Hönnuðurinn Sruli Recht, sem býr hér á landi, hefur verið ákærður fyrir brot á íslenskum vopnalögum vegna regnhlífar sem hann hannaði. Lögmaður hans segir málið sóun á tíma dómstólanna. Sruli Recht var tilnefndur til menningarverðlauna DV fyrir þessa hönnun. Um er að ræða regnhlíf, en handfang hennar er hnúajárn. Hnúajárnin eru framleidd í Kína og eru úr léttu áli. Sruli flutti inn 200 stykki af þessum járnum frá Kína. Hnúajárnin komu til landsins en sendingin var stöðvuð í tollinum. Sruli fékk undanþáguheimild hjá tollstjóraembættinu, en var síðan gerð grein fyrir því að undanþágan næði aðeins til eins hnúajárns. Hann var kjölfarið yfirheyrður af lögreglunni og síðan ákærður fyrir brot á 30. gr. vopnalaga. Lögreglan taldi með örðum orðum hnúajárnin sem mynda neðri hluta regnhlífarinnar væru vopn í skilningi laganna, en aðalmeðferð í máli hans var í dag.Sruli, er þetta vopn? „Nei, varla." Hvað finnst þér þá um ákæruna? „Hún er athyglisverð og þetta er gott efni fyrir fjölmiðla, en mér finnst hún ekki mjög mikilvæg. Þetta er eiginlega ekki það sem við ættum að vera að gera núna, þ.e að leita að hlutum eins og þessum." Sruli segir að áður en ákæran var gefin út hafi hann selt 30-40 stk. af þessum regnhlífum, hann hafi því misst spón úr aski sínum vegna ákærunnar. Þá sé þetta í raun slæmt fyrir efnahaginn, því hann hafi orðið af tekjum sem hann hefði ráðstafað annars staðar í hagkerfinu. Sruli, sem er af ísraelskum-áströlskum uppruna, dvelur hér á landi og hefur sótt um íslenskan ríkisborgarrétt.Sruli Recht hefur verið búsettur hér í fimm ár. Hann segir hönnun sína varla geta flokkast sem vopn. Sruli seldi áður 30-40 regnhlífar á ári.Mynd/Fréttir Stöðvar 2Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Srula í málinu. Hann segir ákæruna fráleita og í raun sóun á tíma dómstólanna. „Það er fráleitt að hér sé um brot á vopnalögum að ræða. Bæði eru þessi hnúajárn miklu léttari en hefðbundin hnúajárn. Svo er þetta samsett hönnunarverk og er í raun og veru bara regnhlíf og það er ómögulegt að beita þessum hönnunarmun sem hnúajárni," segir Vilhjálmur.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Auðbjörgu Lísu Gústafsdóttur fulltrúa ákæruvaldsins en ekki var orðið við því. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Hönnuðurinn Sruli Recht, sem býr hér á landi, hefur verið ákærður fyrir brot á íslenskum vopnalögum vegna regnhlífar sem hann hannaði. Lögmaður hans segir málið sóun á tíma dómstólanna. Sruli Recht var tilnefndur til menningarverðlauna DV fyrir þessa hönnun. Um er að ræða regnhlíf, en handfang hennar er hnúajárn. Hnúajárnin eru framleidd í Kína og eru úr léttu áli. Sruli flutti inn 200 stykki af þessum járnum frá Kína. Hnúajárnin komu til landsins en sendingin var stöðvuð í tollinum. Sruli fékk undanþáguheimild hjá tollstjóraembættinu, en var síðan gerð grein fyrir því að undanþágan næði aðeins til eins hnúajárns. Hann var kjölfarið yfirheyrður af lögreglunni og síðan ákærður fyrir brot á 30. gr. vopnalaga. Lögreglan taldi með örðum orðum hnúajárnin sem mynda neðri hluta regnhlífarinnar væru vopn í skilningi laganna, en aðalmeðferð í máli hans var í dag.Sruli, er þetta vopn? „Nei, varla." Hvað finnst þér þá um ákæruna? „Hún er athyglisverð og þetta er gott efni fyrir fjölmiðla, en mér finnst hún ekki mjög mikilvæg. Þetta er eiginlega ekki það sem við ættum að vera að gera núna, þ.e að leita að hlutum eins og þessum." Sruli segir að áður en ákæran var gefin út hafi hann selt 30-40 stk. af þessum regnhlífum, hann hafi því misst spón úr aski sínum vegna ákærunnar. Þá sé þetta í raun slæmt fyrir efnahaginn, því hann hafi orðið af tekjum sem hann hefði ráðstafað annars staðar í hagkerfinu. Sruli, sem er af ísraelskum-áströlskum uppruna, dvelur hér á landi og hefur sótt um íslenskan ríkisborgarrétt.Sruli Recht hefur verið búsettur hér í fimm ár. Hann segir hönnun sína varla geta flokkast sem vopn. Sruli seldi áður 30-40 regnhlífar á ári.Mynd/Fréttir Stöðvar 2Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Srula í málinu. Hann segir ákæruna fráleita og í raun sóun á tíma dómstólanna. „Það er fráleitt að hér sé um brot á vopnalögum að ræða. Bæði eru þessi hnúajárn miklu léttari en hefðbundin hnúajárn. Svo er þetta samsett hönnunarverk og er í raun og veru bara regnhlíf og það er ómögulegt að beita þessum hönnunarmun sem hnúajárni," segir Vilhjálmur.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Auðbjörgu Lísu Gústafsdóttur fulltrúa ákæruvaldsins en ekki var orðið við því.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira