Ákærður fyrir brot á íslenskum vopnalögum vegna regnhlífar Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. október 2010 16:45 Hönnuðurinn Sruli Recht, sem býr hér á landi, hefur verið ákærður fyrir brot á íslenskum vopnalögum vegna regnhlífar sem hann hannaði. Lögmaður hans segir málið sóun á tíma dómstólanna. Sruli Recht var tilnefndur til menningarverðlauna DV fyrir þessa hönnun. Um er að ræða regnhlíf, en handfang hennar er hnúajárn. Hnúajárnin eru framleidd í Kína og eru úr léttu áli. Sruli flutti inn 200 stykki af þessum járnum frá Kína. Hnúajárnin komu til landsins en sendingin var stöðvuð í tollinum. Sruli fékk undanþáguheimild hjá tollstjóraembættinu, en var síðan gerð grein fyrir því að undanþágan næði aðeins til eins hnúajárns. Hann var kjölfarið yfirheyrður af lögreglunni og síðan ákærður fyrir brot á 30. gr. vopnalaga. Lögreglan taldi með örðum orðum hnúajárnin sem mynda neðri hluta regnhlífarinnar væru vopn í skilningi laganna, en aðalmeðferð í máli hans var í dag.Sruli, er þetta vopn? „Nei, varla." Hvað finnst þér þá um ákæruna? „Hún er athyglisverð og þetta er gott efni fyrir fjölmiðla, en mér finnst hún ekki mjög mikilvæg. Þetta er eiginlega ekki það sem við ættum að vera að gera núna, þ.e að leita að hlutum eins og þessum." Sruli segir að áður en ákæran var gefin út hafi hann selt 30-40 stk. af þessum regnhlífum, hann hafi því misst spón úr aski sínum vegna ákærunnar. Þá sé þetta í raun slæmt fyrir efnahaginn, því hann hafi orðið af tekjum sem hann hefði ráðstafað annars staðar í hagkerfinu. Sruli, sem er af ísraelskum-áströlskum uppruna, dvelur hér á landi og hefur sótt um íslenskan ríkisborgarrétt.Sruli Recht hefur verið búsettur hér í fimm ár. Hann segir hönnun sína varla geta flokkast sem vopn. Sruli seldi áður 30-40 regnhlífar á ári.Mynd/Fréttir Stöðvar 2Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Srula í málinu. Hann segir ákæruna fráleita og í raun sóun á tíma dómstólanna. „Það er fráleitt að hér sé um brot á vopnalögum að ræða. Bæði eru þessi hnúajárn miklu léttari en hefðbundin hnúajárn. Svo er þetta samsett hönnunarverk og er í raun og veru bara regnhlíf og það er ómögulegt að beita þessum hönnunarmun sem hnúajárni," segir Vilhjálmur.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Auðbjörgu Lísu Gústafsdóttur fulltrúa ákæruvaldsins en ekki var orðið við því. Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Hönnuðurinn Sruli Recht, sem býr hér á landi, hefur verið ákærður fyrir brot á íslenskum vopnalögum vegna regnhlífar sem hann hannaði. Lögmaður hans segir málið sóun á tíma dómstólanna. Sruli Recht var tilnefndur til menningarverðlauna DV fyrir þessa hönnun. Um er að ræða regnhlíf, en handfang hennar er hnúajárn. Hnúajárnin eru framleidd í Kína og eru úr léttu áli. Sruli flutti inn 200 stykki af þessum járnum frá Kína. Hnúajárnin komu til landsins en sendingin var stöðvuð í tollinum. Sruli fékk undanþáguheimild hjá tollstjóraembættinu, en var síðan gerð grein fyrir því að undanþágan næði aðeins til eins hnúajárns. Hann var kjölfarið yfirheyrður af lögreglunni og síðan ákærður fyrir brot á 30. gr. vopnalaga. Lögreglan taldi með örðum orðum hnúajárnin sem mynda neðri hluta regnhlífarinnar væru vopn í skilningi laganna, en aðalmeðferð í máli hans var í dag.Sruli, er þetta vopn? „Nei, varla." Hvað finnst þér þá um ákæruna? „Hún er athyglisverð og þetta er gott efni fyrir fjölmiðla, en mér finnst hún ekki mjög mikilvæg. Þetta er eiginlega ekki það sem við ættum að vera að gera núna, þ.e að leita að hlutum eins og þessum." Sruli segir að áður en ákæran var gefin út hafi hann selt 30-40 stk. af þessum regnhlífum, hann hafi því misst spón úr aski sínum vegna ákærunnar. Þá sé þetta í raun slæmt fyrir efnahaginn, því hann hafi orðið af tekjum sem hann hefði ráðstafað annars staðar í hagkerfinu. Sruli, sem er af ísraelskum-áströlskum uppruna, dvelur hér á landi og hefur sótt um íslenskan ríkisborgarrétt.Sruli Recht hefur verið búsettur hér í fimm ár. Hann segir hönnun sína varla geta flokkast sem vopn. Sruli seldi áður 30-40 regnhlífar á ári.Mynd/Fréttir Stöðvar 2Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Srula í málinu. Hann segir ákæruna fráleita og í raun sóun á tíma dómstólanna. „Það er fráleitt að hér sé um brot á vopnalögum að ræða. Bæði eru þessi hnúajárn miklu léttari en hefðbundin hnúajárn. Svo er þetta samsett hönnunarverk og er í raun og veru bara regnhlíf og það er ómögulegt að beita þessum hönnunarmun sem hnúajárni," segir Vilhjálmur.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Auðbjörgu Lísu Gústafsdóttur fulltrúa ákæruvaldsins en ekki var orðið við því.
Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira