Lífið

Swift og Gyllenhaal saman í London

Skotin Jake Gyllenhaal virðist vera kominn með nýja kærustu en sú mun vera bandaríska sveitasöngkonan Taylor Swift.
Skotin Jake Gyllenhaal virðist vera kominn með nýja kærustu en sú mun vera bandaríska sveitasöngkonan Taylor Swift.
Leikarinn Jake Gyllenhaal og sveitasöngkonan Taylor Swift hafa sést nokkuð oft saman undanfarnar vikur og velta bandarísk slúðurblöð því nú fyrir sér hvort þarna sé á ferðinni næsta ofurpar Hollywood.

Swift er nú á tónleikaferðalagi um heiminn til að kynna nýja plötu sína, Speak Now, og átti stúlkan að halda tónleika í London í síðustu viku. Stúlkan mætti þó örlítið fyrr til borgarinnar svo hún gæti eytt tíma með Gyllenhaal sem var sjálfur staddur í London á þeim tíma. „Þau eru greinilega par. Þau eyddu helginni saman inni á hótelherberginu sínu,“ var haft eftir heimildarmanni. Þetta ku einnig vera fjórða helgin í röð sem parið eyðir saman.

„Þau pöntuðu sér nóg fyrir tvo eða jafnvel þrjá uppi á herbergi,“ er haft eftir einum hótelstarfsmanni sem bætti því þó við að engum hefði tekist að sjá þau saman. Heimildarmenn úr röðum Gyllenhaal og Swift segja þau vera skotin í hvort öðru og hún vilji gera sambandið opinbert.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.