Milljarða einkasjúkrahús út í sandinn 22. september 2010 06:45 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík eru enn að velta fyrir sér umsókn frá í mars fyrir einkasjúkrahús en forsvarsmaður undirbúningsfélagsins segir áformin hafa runnið út í sandinn í millitíðinni. Fréttablaðið/GVA Útlit er fyrir að ekkert verði af stofnun og rekstri einkasjúkrahúss sem áformað var í Reykjavík. Litháíska verktakafyrirtækið Adakris hugðist taka þátt í verkefninu en er hætt við að sögn Sigríðar Þorsteinsdóttur, forsprakka undirbúningsfélags spítalans. Einkasjúkrahúsið átti að sérhæfa sig í mjaðma- og hnjáliðaaðgerðum fyrir útlendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og Bandaríkjunum. Samkvæmt erindi Sigríðar til þáverandi borgarstjóra í vor sem leið var áætlað að bygging spítalans myndi kosta 4 til 4,5 milljarða króna og hafa um 180 stöðugildi þegar reksturinn væri hafinn. Vilyrði væri komið fyrir fjármögnun. Erindi Sigríðar, sem og bréf sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður skrifaði þáverandi borgarstjóra í mars fyrir hönd undirbúningsfélagsins, var áframsent til skipulagsstjóra borgarinnar. Þar var ákveðið á föstudag að kynna málið fyrir formanni skipulagsráðs. Það er hins vegar um seinan ef marka má Sigríði. „Við höfum aldrei fengið neitt svar frá borginni og héldum að þetta mál væri einfaldlega komið út úr kortinu. Þá hefur Adakris dregið sig út og peningar skila sér ekki. Verkefnið er því í algjöru frosti,“ segir Sigríður Þorsteinsdóttir. - gar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviráðningar varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Útlit er fyrir að ekkert verði af stofnun og rekstri einkasjúkrahúss sem áformað var í Reykjavík. Litháíska verktakafyrirtækið Adakris hugðist taka þátt í verkefninu en er hætt við að sögn Sigríðar Þorsteinsdóttur, forsprakka undirbúningsfélags spítalans. Einkasjúkrahúsið átti að sérhæfa sig í mjaðma- og hnjáliðaaðgerðum fyrir útlendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og Bandaríkjunum. Samkvæmt erindi Sigríðar til þáverandi borgarstjóra í vor sem leið var áætlað að bygging spítalans myndi kosta 4 til 4,5 milljarða króna og hafa um 180 stöðugildi þegar reksturinn væri hafinn. Vilyrði væri komið fyrir fjármögnun. Erindi Sigríðar, sem og bréf sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður skrifaði þáverandi borgarstjóra í mars fyrir hönd undirbúningsfélagsins, var áframsent til skipulagsstjóra borgarinnar. Þar var ákveðið á föstudag að kynna málið fyrir formanni skipulagsráðs. Það er hins vegar um seinan ef marka má Sigríði. „Við höfum aldrei fengið neitt svar frá borginni og héldum að þetta mál væri einfaldlega komið út úr kortinu. Þá hefur Adakris dregið sig út og peningar skila sér ekki. Verkefnið er því í algjöru frosti,“ segir Sigríður Þorsteinsdóttir. - gar
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviráðningar varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira