Lífið

Gáfuleg sjónvarpsstjarna - myndband

Ellý Ármanns skrifar

„Það er ógáfulegt að reyna að vera gáfulegur, reyndar jafnvel ógæfulegt," segir Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir annar stjórnandi sjónvarpsþáttarins Ísland í dag spurð hvort hún reyni að vera gáfuleg í sjónvarpinu.

„Meira að segja leikskólabörn sjá í gegnum slíkt. Í sjónvarpi eins og annarsstaðar er best að vera maður sjálfur. Svo fær maður oft skemmtilegustu svörin við ógáfulegum spurningum," segir hún.

Nöfnurnar Sigríður Klingenberg og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir.

Afmælið hennar Siggu var stórkostlegt. Hef sjaldan séð litríkari afmælisveislu," segir Sigríður þegar talið berst að afmælinu.

„Lét Gay Pride líta út eins og skrúðgöngu bankamanna í samanburðinum. Fyrir utan afmælisbarnið sjálft, sem toppaði meira að segja sjálfa sig í klæðaburði, eru átján sentimetra hælar Díönu Ómel eftirminnilegastir. Ég er ennþá með hálsríg eftir að hafa talað við hann."

Hvenær fáum við að sjá innslagið úr afmælinu hennar Siggu á Stöð2?

„Innslagið verður sýnt annað kvöld. Get alveg lofað stuði, enda ekki á hverjum degi sem maður sér tveggja metra klæðskiptinga, dansandi engla og súlustelpur á ljósastaurum á einum og sama staðnum."

Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið efst í fréttinni ef þú vilt horfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×