Innlent

Netnotkun í símum lítil hér

Íslendingar sækja minna af gögnum í gegnum farsíma og netlykla en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Áskrifendur að gagnaflutningi um breiðband eru að sama skapi fæstir hér en útbreiðsla á DSL-nettengingum er mest á Íslandi. Talið er að helsta ástæða þessa sé að 3G símaþjónusta hefur skemur verið í boði hér á landi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu þar sem fjarskiptamarkaðir á Norðurlöndunum eru bornir saman. Skýrslan var unnin af vinnuhópi sem settur var á fót vegna fundar forstjóra fjarskiptaeftirlitsstofnana Norðurlandanna. - mþl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×