Ögmundur: Sérlega ógeðfellt 29. júní 2010 09:06 Ögmundur Jónasson. Mynd/Stefán Karlsson Um miðjan júlí bætist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópusambandsins til að fara í aðildarviðræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðunum. "Þetta er stuðningur sem tengist aðildarviðræðum, en hins vegar er þetta óafturkræft þótt ekkert verði af aðild," segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Brussel og formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. "Þetta getur þannig nýst okkur með ýmsum hætti, til dæmis sem stuðningur vegna stofnanauppbyggingar og við fjárfestingar. Evrópusambandið hefur stutt önnur ríki með þessum hætti sem hafa farið þessa leið og lítur á það sem skyldu sína að koma til móts við ríki sem standa í þessu ferli, enda gerir ESB sér grein fyrir því að aðildarviðræður eru flókið og umfangsmikið ferli sem getur reynt á stjórnsýslu ríkja." "Ég held að það sé mjög mikilvægt að sjá þetta sem tækifæri fyrir okkur," segir Þóra Magnúsdóttir, ráðunautur í sendiráði Íslands í Brussel. "Þarna fáum við möguleika á að styrkja stjórnsýsluna og fara í alla þá endurskoðun og rýnivinnu sem við þurfum núna. Við getum fengið heilmikinn stuðning við að skoða á markvissan hátt hvernig okkar stjórnsýsla er í samanburði við stjórnsýslu ESB, hvað við gerum vel og hverju þarf að breyta." "Það kostar náttúrlega sitt að fara í gegnum þennan feril þannig að það er svo sem sjálfsagt að taka við því fé sem býðst í þessu efni," segir Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur, "en menn ættu samt að hugsa þetta betur því þetta er stuðningur sem var hugsaður fyrir ríki í Austur- og Suður-Evrópu, ríki sem hafa staðið verr efnahagslega en ESB. Þetta er sem sagt eins konar þróunaraðstoð og sumpart skrýtið að ríkt ríki eins og Ísland sé að taka til sín þetta fé. Við þurfum ekkert á þessu að halda til að uppfylla skilyrði aðildar, en eigi að síður heyrir maður að þeir ætli að veita okkur ríkulega af þessu eins og um þróunarríki væri að ræða. Svo er spurning hvort Íslendingar vilji það." "Mér finnst þetta sérlega ógeðfellt," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. "Við höfum gengið til þessara samninga á jafnræðisgrundvelli til að kanna forsendur fyrir því hvort Íslendingar vilji ganga í Evrópusambandið eða ekki. En þessar kvaðir um að aðlaga okkar stjórnsýslu að stjórnsýslu Evrópusambandsins, með öðrum orðum að laga okkur að ESB í þessu viðræðuferli miðju, er nokkuð sem margir höfðu nú ekki reiknað með að væri jafn umfangsmikið og raun ber vitni. Svo þegar í ofanálag er verið að bera á okkur fé með þessum hætti, þá veldur það óneitanlega örlítilli velgju." Tengdar fréttir Milljarða styrkir fyrir aðildarviðræður Um miðjan júlí bætist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópusambandsins til að fara í aðildarviðræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðunum. 29. júní 2010 06:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Um miðjan júlí bætist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópusambandsins til að fara í aðildarviðræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðunum. "Þetta er stuðningur sem tengist aðildarviðræðum, en hins vegar er þetta óafturkræft þótt ekkert verði af aðild," segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Brussel og formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. "Þetta getur þannig nýst okkur með ýmsum hætti, til dæmis sem stuðningur vegna stofnanauppbyggingar og við fjárfestingar. Evrópusambandið hefur stutt önnur ríki með þessum hætti sem hafa farið þessa leið og lítur á það sem skyldu sína að koma til móts við ríki sem standa í þessu ferli, enda gerir ESB sér grein fyrir því að aðildarviðræður eru flókið og umfangsmikið ferli sem getur reynt á stjórnsýslu ríkja." "Ég held að það sé mjög mikilvægt að sjá þetta sem tækifæri fyrir okkur," segir Þóra Magnúsdóttir, ráðunautur í sendiráði Íslands í Brussel. "Þarna fáum við möguleika á að styrkja stjórnsýsluna og fara í alla þá endurskoðun og rýnivinnu sem við þurfum núna. Við getum fengið heilmikinn stuðning við að skoða á markvissan hátt hvernig okkar stjórnsýsla er í samanburði við stjórnsýslu ESB, hvað við gerum vel og hverju þarf að breyta." "Það kostar náttúrlega sitt að fara í gegnum þennan feril þannig að það er svo sem sjálfsagt að taka við því fé sem býðst í þessu efni," segir Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur, "en menn ættu samt að hugsa þetta betur því þetta er stuðningur sem var hugsaður fyrir ríki í Austur- og Suður-Evrópu, ríki sem hafa staðið verr efnahagslega en ESB. Þetta er sem sagt eins konar þróunaraðstoð og sumpart skrýtið að ríkt ríki eins og Ísland sé að taka til sín þetta fé. Við þurfum ekkert á þessu að halda til að uppfylla skilyrði aðildar, en eigi að síður heyrir maður að þeir ætli að veita okkur ríkulega af þessu eins og um þróunarríki væri að ræða. Svo er spurning hvort Íslendingar vilji það." "Mér finnst þetta sérlega ógeðfellt," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. "Við höfum gengið til þessara samninga á jafnræðisgrundvelli til að kanna forsendur fyrir því hvort Íslendingar vilji ganga í Evrópusambandið eða ekki. En þessar kvaðir um að aðlaga okkar stjórnsýslu að stjórnsýslu Evrópusambandsins, með öðrum orðum að laga okkur að ESB í þessu viðræðuferli miðju, er nokkuð sem margir höfðu nú ekki reiknað með að væri jafn umfangsmikið og raun ber vitni. Svo þegar í ofanálag er verið að bera á okkur fé með þessum hætti, þá veldur það óneitanlega örlítilli velgju."
Tengdar fréttir Milljarða styrkir fyrir aðildarviðræður Um miðjan júlí bætist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópusambandsins til að fara í aðildarviðræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðunum. 29. júní 2010 06:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Milljarða styrkir fyrir aðildarviðræður Um miðjan júlí bætist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópusambandsins til að fara í aðildarviðræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðunum. 29. júní 2010 06:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels