Miðbæjarskólinn fær 120 milljónir til aðlögunar 29. júlí 2010 03:30 Meðal þeirra bygginga sem fá fjárframlög frá ríkinu til endurbóta er Miðbæjarskólinn í Reykjavík, hægra megin á myndinni.FRÉTTABLAÐIÐ/gva Fjármálaráðherra lagði fram tillögu á fundi ríkisstjórnar í byrjun síðustu viku um að leggja fram 500 milljónir króna í uppbyggingu og viðhald ýmissa opinberra bygginga í landinu. Fjárframlagið var samþykkt á fundinum og listi yfir byggingarnar var síðar samþykktur í vikunni af efnahags- og viðskiptanefnd. Langstærsti hluti framlagsins, 120 milljónir, rennur til eldvarnamála, viðhalds og endurbóta Miðbæjarskólans og aðlögunar byggingarinnar að nýju hlutverki. Nú standa yfir viðræður milli ríkis og borgar varðandi stækkun Kvennaskólans og hvort eigi að færa starfsemina úr núverandi byggingu yfir í Miðbæjarskólann. „Við eigum nú í viðræðum við ríkið varðandi þann möguleika,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. „Borgarráð er búið að samþykkja tillöguna til að tryggja áframhaldandi skólahald í miðborginni á framhaldsskólastigi. Þetta er nátengt hugmyndinni um að húsinu yrði sýnd virðing og það endurgert í því sem næst upprunalegri mynd.“ Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að mikilvægast sé að halda húsinu vel við og að þar verði áfram starfrækt opinber starfsemi í eigu borgarinnar. „Þetta er frábær bygging og þessu fjármagni er örugglega vel varið,“ segir Hjálmar. Landspítalinn fær samtals 90 milljóna framlag til ýmissa endurbóta og verkefna og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fær 60 . Af þeim fara 50 milljónir í viðhald og endurbætur á endurhæfingar- og legudeildinni á Kristnesi í Eyjarfjarðarsveit og 10 milljónir í endurnýjun á vatnslagnakerfi elsta hluta sjúkrahússins. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fær 40 milljónir í almennar viðgerðir og hinar 190 milljónirnar skiptast niður á fleiri staði á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Norðurlandi. Verkefnin voru valin með áherslu á mannaflsfrekar viðhaldsframkvæmdir, sem gagnast helst þeim landsvæðum þar sem atvinnuleysi er mikið, og þær byggingar þar sem bæta megi aðgengi fatlaðra. Allar byggingarnar eru í opinberri eigu; söfn, heilbrigðis- og heilsugæslustofnanir og húsnæði tengt menntamálum. sunna@frettabladid.is Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Fjármálaráðherra lagði fram tillögu á fundi ríkisstjórnar í byrjun síðustu viku um að leggja fram 500 milljónir króna í uppbyggingu og viðhald ýmissa opinberra bygginga í landinu. Fjárframlagið var samþykkt á fundinum og listi yfir byggingarnar var síðar samþykktur í vikunni af efnahags- og viðskiptanefnd. Langstærsti hluti framlagsins, 120 milljónir, rennur til eldvarnamála, viðhalds og endurbóta Miðbæjarskólans og aðlögunar byggingarinnar að nýju hlutverki. Nú standa yfir viðræður milli ríkis og borgar varðandi stækkun Kvennaskólans og hvort eigi að færa starfsemina úr núverandi byggingu yfir í Miðbæjarskólann. „Við eigum nú í viðræðum við ríkið varðandi þann möguleika,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. „Borgarráð er búið að samþykkja tillöguna til að tryggja áframhaldandi skólahald í miðborginni á framhaldsskólastigi. Þetta er nátengt hugmyndinni um að húsinu yrði sýnd virðing og það endurgert í því sem næst upprunalegri mynd.“ Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að mikilvægast sé að halda húsinu vel við og að þar verði áfram starfrækt opinber starfsemi í eigu borgarinnar. „Þetta er frábær bygging og þessu fjármagni er örugglega vel varið,“ segir Hjálmar. Landspítalinn fær samtals 90 milljóna framlag til ýmissa endurbóta og verkefna og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fær 60 . Af þeim fara 50 milljónir í viðhald og endurbætur á endurhæfingar- og legudeildinni á Kristnesi í Eyjarfjarðarsveit og 10 milljónir í endurnýjun á vatnslagnakerfi elsta hluta sjúkrahússins. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fær 40 milljónir í almennar viðgerðir og hinar 190 milljónirnar skiptast niður á fleiri staði á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Norðurlandi. Verkefnin voru valin með áherslu á mannaflsfrekar viðhaldsframkvæmdir, sem gagnast helst þeim landsvæðum þar sem atvinnuleysi er mikið, og þær byggingar þar sem bæta megi aðgengi fatlaðra. Allar byggingarnar eru í opinberri eigu; söfn, heilbrigðis- og heilsugæslustofnanir og húsnæði tengt menntamálum. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira