Innlent

Stolnu fellihýsin fundin

Fellihýsin sem stolið var nýlega frá verslun Ellingsen og Víkurverkum eru komin í vörslu lögreglu og tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins, segir í frétt RÚV.

Sá seinni var handtekinn í eftirmiðdaginn í dag, en sá fyrri í gær. Fellihýsunum var stolið á bílastæðum viðkomandi verslana, en bæði atvikin náðust á öryggismyndavélar, segir í fréttinni.

Í ljós kom að um sama mann á sama bíl var að ræða. Yfirheyrslur yfir honum leiddu til þess að annar var handtekinn.

Vísir.is náði ekki tali af varðstjóra lögreglunnar við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×