Sex kíló fokin á mánuði 25. október 2010 13:00 Friðrik Dór tekur vel á því í róðrartækinu. Hann hefur verið í stífri einkaþjálfun undanfarinn mánuð og misst heil sex kíló. fréttablaðið/vilhelm „Fólk var farið að tala um að ég væri orðinn svo bangsalegur. Ég er að reyna að eyðileggja þessa bangsaímynd,“ segir popparinn Friðrik Dór, sem er í stífri einkaþjálfun um þessar mundir. Fyrsta sólóplatan hans, Allt sem þú átt, kemur út á fimmtudaginn og Friðrik Dór vill líta sem allra best út þegar hann kynnir hana. Einkaþjálfunin hófst fyrir um mánuði hjá frjálsíþróttakonunni fyrrverandi, Silju Úlfarsdóttur, og á þeim tíma hefur Friðrik misst heil sex kíló. „Ég þekki hana frá fornu fari þegar ég var í fótboltanum,“ segir hann um Silju. „Þetta hefur gengið bara mjög vel. Það hafa verið nokkrir erfiðir hjallar að klífa en ég hef komist yfir þetta að lokum. Þegar maður ætlar að fara sem víðast með sjálfan sig verður maður að líta vel út.“ Leiðir Friðriks og Silju lágu saman á skemmtistaðnum Vegamótum: „Þá sagði Silja við mig að enginn vildi hlusta á feita poppstjörnu. Þar með hófst þetta,“ segir hann og hlær. Æfingarnar snúast mikið um ólympískar lyftingar og aðaláherslan er að ná upp góðri brennslu. Róðrartæki, hefðbundnar lyftingar og hlaup einu sinni í viku eru einnig hluti af prógramminu. Að sjálfsögðu þarf mataræðið líka að vera í lagi og Friðrik passar vel upp á það sem hann lætur ofan í sig. „Nú er það ekkert nema hrökkkex og prótínhristingur. Helgarnar geta verið erfiðar. Ef maður hefur farið villt í laugardagskvöldin geta sunnudagarnir orðið erfiðir. En maður reynir að standa sig og fara eftir þeim reglum sem hún setur. Maður má ekki falla í sömu gryfjuna aftur því bangsaímyndin er ekki það sem maður vill.“ Popparinn efnilegi er að vonum spenntur fyrir nýju plötunni, sem hann vann með upptökuteyminu Redd Lights. „Ég er mjög ánægður með útkomuna. Hún tók miklum framförum á síðustu metrunum þessi plata og varð betri en ég átti von á. Ég er virkilega ánægður með hana.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
„Fólk var farið að tala um að ég væri orðinn svo bangsalegur. Ég er að reyna að eyðileggja þessa bangsaímynd,“ segir popparinn Friðrik Dór, sem er í stífri einkaþjálfun um þessar mundir. Fyrsta sólóplatan hans, Allt sem þú átt, kemur út á fimmtudaginn og Friðrik Dór vill líta sem allra best út þegar hann kynnir hana. Einkaþjálfunin hófst fyrir um mánuði hjá frjálsíþróttakonunni fyrrverandi, Silju Úlfarsdóttur, og á þeim tíma hefur Friðrik misst heil sex kíló. „Ég þekki hana frá fornu fari þegar ég var í fótboltanum,“ segir hann um Silju. „Þetta hefur gengið bara mjög vel. Það hafa verið nokkrir erfiðir hjallar að klífa en ég hef komist yfir þetta að lokum. Þegar maður ætlar að fara sem víðast með sjálfan sig verður maður að líta vel út.“ Leiðir Friðriks og Silju lágu saman á skemmtistaðnum Vegamótum: „Þá sagði Silja við mig að enginn vildi hlusta á feita poppstjörnu. Þar með hófst þetta,“ segir hann og hlær. Æfingarnar snúast mikið um ólympískar lyftingar og aðaláherslan er að ná upp góðri brennslu. Róðrartæki, hefðbundnar lyftingar og hlaup einu sinni í viku eru einnig hluti af prógramminu. Að sjálfsögðu þarf mataræðið líka að vera í lagi og Friðrik passar vel upp á það sem hann lætur ofan í sig. „Nú er það ekkert nema hrökkkex og prótínhristingur. Helgarnar geta verið erfiðar. Ef maður hefur farið villt í laugardagskvöldin geta sunnudagarnir orðið erfiðir. En maður reynir að standa sig og fara eftir þeim reglum sem hún setur. Maður má ekki falla í sömu gryfjuna aftur því bangsaímyndin er ekki það sem maður vill.“ Popparinn efnilegi er að vonum spenntur fyrir nýju plötunni, sem hann vann með upptökuteyminu Redd Lights. „Ég er mjög ánægður með útkomuna. Hún tók miklum framförum á síðustu metrunum þessi plata og varð betri en ég átti von á. Ég er virkilega ánægður með hana.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira