Sex kíló fokin á mánuði 25. október 2010 13:00 Friðrik Dór tekur vel á því í róðrartækinu. Hann hefur verið í stífri einkaþjálfun undanfarinn mánuð og misst heil sex kíló. fréttablaðið/vilhelm „Fólk var farið að tala um að ég væri orðinn svo bangsalegur. Ég er að reyna að eyðileggja þessa bangsaímynd,“ segir popparinn Friðrik Dór, sem er í stífri einkaþjálfun um þessar mundir. Fyrsta sólóplatan hans, Allt sem þú átt, kemur út á fimmtudaginn og Friðrik Dór vill líta sem allra best út þegar hann kynnir hana. Einkaþjálfunin hófst fyrir um mánuði hjá frjálsíþróttakonunni fyrrverandi, Silju Úlfarsdóttur, og á þeim tíma hefur Friðrik misst heil sex kíló. „Ég þekki hana frá fornu fari þegar ég var í fótboltanum,“ segir hann um Silju. „Þetta hefur gengið bara mjög vel. Það hafa verið nokkrir erfiðir hjallar að klífa en ég hef komist yfir þetta að lokum. Þegar maður ætlar að fara sem víðast með sjálfan sig verður maður að líta vel út.“ Leiðir Friðriks og Silju lágu saman á skemmtistaðnum Vegamótum: „Þá sagði Silja við mig að enginn vildi hlusta á feita poppstjörnu. Þar með hófst þetta,“ segir hann og hlær. Æfingarnar snúast mikið um ólympískar lyftingar og aðaláherslan er að ná upp góðri brennslu. Róðrartæki, hefðbundnar lyftingar og hlaup einu sinni í viku eru einnig hluti af prógramminu. Að sjálfsögðu þarf mataræðið líka að vera í lagi og Friðrik passar vel upp á það sem hann lætur ofan í sig. „Nú er það ekkert nema hrökkkex og prótínhristingur. Helgarnar geta verið erfiðar. Ef maður hefur farið villt í laugardagskvöldin geta sunnudagarnir orðið erfiðir. En maður reynir að standa sig og fara eftir þeim reglum sem hún setur. Maður má ekki falla í sömu gryfjuna aftur því bangsaímyndin er ekki það sem maður vill.“ Popparinn efnilegi er að vonum spenntur fyrir nýju plötunni, sem hann vann með upptökuteyminu Redd Lights. „Ég er mjög ánægður með útkomuna. Hún tók miklum framförum á síðustu metrunum þessi plata og varð betri en ég átti von á. Ég er virkilega ánægður með hana.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fleiri fréttir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Sjá meira
„Fólk var farið að tala um að ég væri orðinn svo bangsalegur. Ég er að reyna að eyðileggja þessa bangsaímynd,“ segir popparinn Friðrik Dór, sem er í stífri einkaþjálfun um þessar mundir. Fyrsta sólóplatan hans, Allt sem þú átt, kemur út á fimmtudaginn og Friðrik Dór vill líta sem allra best út þegar hann kynnir hana. Einkaþjálfunin hófst fyrir um mánuði hjá frjálsíþróttakonunni fyrrverandi, Silju Úlfarsdóttur, og á þeim tíma hefur Friðrik misst heil sex kíló. „Ég þekki hana frá fornu fari þegar ég var í fótboltanum,“ segir hann um Silju. „Þetta hefur gengið bara mjög vel. Það hafa verið nokkrir erfiðir hjallar að klífa en ég hef komist yfir þetta að lokum. Þegar maður ætlar að fara sem víðast með sjálfan sig verður maður að líta vel út.“ Leiðir Friðriks og Silju lágu saman á skemmtistaðnum Vegamótum: „Þá sagði Silja við mig að enginn vildi hlusta á feita poppstjörnu. Þar með hófst þetta,“ segir hann og hlær. Æfingarnar snúast mikið um ólympískar lyftingar og aðaláherslan er að ná upp góðri brennslu. Róðrartæki, hefðbundnar lyftingar og hlaup einu sinni í viku eru einnig hluti af prógramminu. Að sjálfsögðu þarf mataræðið líka að vera í lagi og Friðrik passar vel upp á það sem hann lætur ofan í sig. „Nú er það ekkert nema hrökkkex og prótínhristingur. Helgarnar geta verið erfiðar. Ef maður hefur farið villt í laugardagskvöldin geta sunnudagarnir orðið erfiðir. En maður reynir að standa sig og fara eftir þeim reglum sem hún setur. Maður má ekki falla í sömu gryfjuna aftur því bangsaímyndin er ekki það sem maður vill.“ Popparinn efnilegi er að vonum spenntur fyrir nýju plötunni, sem hann vann með upptökuteyminu Redd Lights. „Ég er mjög ánægður með útkomuna. Hún tók miklum framförum á síðustu metrunum þessi plata og varð betri en ég átti von á. Ég er virkilega ánægður með hana.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fleiri fréttir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Sjá meira