Skorar á þjófa að skila barnamyndum 30. júní 2010 12:00 Hrefna skorar á þjófana að skila kortinu úr myndavélinni sem þeir stálu. fréttablaðið/Valli „Ég er búin að halda í vonina að löggan finni eitthvað, en það hefur ekki gerst,“ segir leikkonan Hrefna Hallgrímsdóttir, Skrítla úr Skoppu og Skrítlu. Brotist var inn í fjölskyldubílinn við heimili Hrefnu í Kópavogi á mánudaginn í síðustu viku. Á meðal þess sem var stolið var myndavél sem geymir myndir af síðasta hálfa ári í lífi fjölskyldunnar. „Við vorum að koma úr ferðalagi kvöldið áður og héldum að við hefðum tekið allt úr bílnum. Myndavélin var í hólfi á milli sætanna. Ótrúlega leiðinlegt,“ segir Hrefna. „Ég er dugleg við að setja myndir inn í tölvuna mína, en svo er hún full af vinnu – ég hef ekki getað tæmt myndavélina.“ Hrefna segir að hún myndi skipta á öllum aukahlutunum sem fylgja myndavélinni fyrir minniskortið sem geymir myndirnar – jafnvel borga fyrir það. Hún hvetur þjófana til að koma kortinu til sín. „Þeir mega stinga kortinu inn um lúguna hjá mér,“ segir hún. „Ég væri ofboðslega þakklát og glöð. Ég skora á þá, ef þeir hafa smá samúð í hjartanu sínu. Þetta eru börnin okkar og lífið síðasta hálfa árið.“ Þjófarnir brutust inn í fleiri bíla í götunni sem Hrefna og fjölskylda býr í. Þeir voru engin snyrtimenni þar sem þeir slettu skyri á mælaborðið í bíl fjölskyldunnar. „Skyrið gerði útslagið,“ segir hún. „Það er allt inni í miðstöðinni og það þarf að taka allan frontinn af bílnum til að hreinsa það.“ - afb Innlent Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
„Ég er búin að halda í vonina að löggan finni eitthvað, en það hefur ekki gerst,“ segir leikkonan Hrefna Hallgrímsdóttir, Skrítla úr Skoppu og Skrítlu. Brotist var inn í fjölskyldubílinn við heimili Hrefnu í Kópavogi á mánudaginn í síðustu viku. Á meðal þess sem var stolið var myndavél sem geymir myndir af síðasta hálfa ári í lífi fjölskyldunnar. „Við vorum að koma úr ferðalagi kvöldið áður og héldum að við hefðum tekið allt úr bílnum. Myndavélin var í hólfi á milli sætanna. Ótrúlega leiðinlegt,“ segir Hrefna. „Ég er dugleg við að setja myndir inn í tölvuna mína, en svo er hún full af vinnu – ég hef ekki getað tæmt myndavélina.“ Hrefna segir að hún myndi skipta á öllum aukahlutunum sem fylgja myndavélinni fyrir minniskortið sem geymir myndirnar – jafnvel borga fyrir það. Hún hvetur þjófana til að koma kortinu til sín. „Þeir mega stinga kortinu inn um lúguna hjá mér,“ segir hún. „Ég væri ofboðslega þakklát og glöð. Ég skora á þá, ef þeir hafa smá samúð í hjartanu sínu. Þetta eru börnin okkar og lífið síðasta hálfa árið.“ Þjófarnir brutust inn í fleiri bíla í götunni sem Hrefna og fjölskylda býr í. Þeir voru engin snyrtimenni þar sem þeir slettu skyri á mælaborðið í bíl fjölskyldunnar. „Skyrið gerði útslagið,“ segir hún. „Það er allt inni í miðstöðinni og það þarf að taka allan frontinn af bílnum til að hreinsa það.“ - afb
Innlent Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira