Lífið

Eurovision: Við gerðum allt sem við gátum - myndir/viðtal

Ellý Ármanns skrifar

Við ræddum við Heru í morgun þegar hún var stödd í rútu með íslenska Eurovision hópnum á leiðinni út á flugvöll.

„Við vorum þarna bara og knúsuðum náttúrulega hana Lenu og óskuðum henni til hamingju með sigurinn. Við erum mjög sátt við okkar frammistöðu og gerðum allt sem við gátum og þetta var besta rennslið okkar og æðislegur salurinn," sagði Hera meðal annars.

Heyra má samtal okkar við Heru í meðfylgjandi myndskeiði.

Þá má einnig skoða myndir í myndasafni sem teknar voru af Heru á leið hennar í Telenor höllina í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×