„Ég biðst afsökunar“ 14. apríl 2010 06:15 Björgólfur Thor biður þjóðina afsökunar. „Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, bið alla Íslendinga afsökunar á mínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó koma auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar." Svo hljóðar upphaf greinar sem Fréttablaðið birtir í dag eftir Björgólf Thor, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans og fjárfestingarbankans Straums-Burðaráss. Hann segist ekki geta varist því að fyllast sjálfsásökun þegar hann sér afleiðingar hrunsins en telur sig ekki hafa brotið lög. Hann vinnur nú að uppgjöri skulda sinna. „Ljóst er að þótt miklar eignir mínar renni til lánardrottna mun ég jafnframt starfa í þeirra þágu um ókomin ár, þar til ég hef að fullu gert upp við þá. Ég er staðráðinn í að ljúka því verki með sóma," segir Björgólfur. Björgólfur birtir ekki afsökunarbeiðni sína á þessum tímapunkti fyrir tilviljun. Hann ákvað að tjá sig ekki um gang mála fyrr en rannsóknarnefnd Alþingis hefði lokið störfum sínum. Björgólfur rekur orsakir efnahagshrunsins frá sínum sjónarhóli og segir að enginn einn maður hafi verið þess megnugur að snúa þróuninni við eftir að rekstrarumhverfi bankanna snerist til verri vegar. Hann segist jafnframt hafa verið einn þeirra sem voru í aðstöðu til að hafa áhrif á gang mála. „Sú staða sem nú er uppi segir allt um hvernig mér tókst til. Ég bið Íslendinga afsökunar á að hafa ekki staðið mig betur," eru lokaorð hans. - shá Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
„Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, bið alla Íslendinga afsökunar á mínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó koma auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar." Svo hljóðar upphaf greinar sem Fréttablaðið birtir í dag eftir Björgólf Thor, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans og fjárfestingarbankans Straums-Burðaráss. Hann segist ekki geta varist því að fyllast sjálfsásökun þegar hann sér afleiðingar hrunsins en telur sig ekki hafa brotið lög. Hann vinnur nú að uppgjöri skulda sinna. „Ljóst er að þótt miklar eignir mínar renni til lánardrottna mun ég jafnframt starfa í þeirra þágu um ókomin ár, þar til ég hef að fullu gert upp við þá. Ég er staðráðinn í að ljúka því verki með sóma," segir Björgólfur. Björgólfur birtir ekki afsökunarbeiðni sína á þessum tímapunkti fyrir tilviljun. Hann ákvað að tjá sig ekki um gang mála fyrr en rannsóknarnefnd Alþingis hefði lokið störfum sínum. Björgólfur rekur orsakir efnahagshrunsins frá sínum sjónarhóli og segir að enginn einn maður hafi verið þess megnugur að snúa þróuninni við eftir að rekstrarumhverfi bankanna snerist til verri vegar. Hann segist jafnframt hafa verið einn þeirra sem voru í aðstöðu til að hafa áhrif á gang mála. „Sú staða sem nú er uppi segir allt um hvernig mér tókst til. Ég bið Íslendinga afsökunar á að hafa ekki staðið mig betur," eru lokaorð hans. - shá
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira