Innlent

Jim Jarmusch til Íslands

SB skrifar
Leikstjórinn Jim Jarmusch er sérstakur í útliti og líkist helst rokkstjörnu.
Leikstjórinn Jim Jarmusch er sérstakur í útliti og líkist helst rokkstjörnu.
Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Jim Jarmusch verður heiðursgestur Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar RIFF nú í ár. Hátíðin hefst í september næstkomandi og stendur til þriðja október. Jim Jarmusch mun hljóta heiðursverðlaun hátíðarinnar sem forseti Íslands afhendir á Bessastöðum.

„Þetta er rosalega flott, Jim Jarmusch er eitt allra stærsta nafnið í þessum óháða kvikmyndageira í Bandaríkjunum. Hann hefur ekki farið venjulegar leiðir í sinni listsköpun en er mjög virtur og hefur hlotið verðlaun á stórum kvikmyndahátíðum," segir Jóhann Bjarni Kolbeinsson kynningarstjóri RIFF.

Á meðal þekktustu mynda Jim Jarmusch er Night on Earth frá 1991 sem segir frá fimm leigubílsstjórum í fimm mismunandi borgum og myndin Coffee and Cigarettes frá 2003. Þá hlaut Jim Jarmusch dómnefndarverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2005 fyrir myndina Broken Flower með Bill Murray í aðalhlutverki.

Jóhann Bjarni segir það mikinn feng að fá Jim Jarmusch til landsins. Hann muni sitja fyrir svörum í tengslum við sýningar á myndum hans, „svo er hann líka mikill karakter, hálfgerð rokkstjarna," segir Jóhann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×