Innlent

Litli drengurinn kominn úr öndunarvél

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Átta ára gamall drengur sem lenti fyrir bíl þegar að hann var á reiðhjóli við Mjóddina í gær er kominn úr öndunarvél. „Hann er farinn að anda sjálfstætt þannig að þetta er í plús," segir Hólmar Eðvaldsson, pabbi litla drengsins.

Hólmar veit ekki hvað olli slysinu og biður þá sem sáu til drengsins áður en slysið varð að hafa samband. „Ef einhver hefur séð hvort einhverjir strákar hafi verið með honum og hvaða strákar að þá væri mikilvægt að komast að því," segir Hólmar.

Hólmar biður því þá sem gætu mögulega hafa séð strákinn sinn áður en slysið varð að hafa samband við lögregluna í Kópavogi í síma 444-1130.






Tengdar fréttir

Litli drengurinn enn á gjörgæslu

Átta ára gamall drengur sem ekið var á við Mjóddina síðdegis í gær er enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis er honum haldið sofandi í öndunarvél en líða hans er stöðug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×