DeCode vill lögreglurannsókn á meintum njósnum Kínverja 5. desember 2010 18:30 Íslensk erfðagreining ætlar að óska eftir því að ríkislögreglustjóri rannsaki sérstaklega hvort Kínverjar hafi njósnað skipulega um starfsemi fyrirtækisins. Ekkert bendir þó til þess að óviðkomandi aðilum hafi tekist að brjótast inn í gagnagrunna fyrirtækisins. Í leyniskjölum bandaríska sendiráðsins sem lekið var á Wikileaks kemur fram að Bandaríkjamenn telji að Kínverjar njósni skipulega um erfðagreininga- og heilbrigðisfyrirtæki hér á landi. Kári Stefánsson telur víst að hér séu menn að tala um íslenska erfðagreiningu. „Við tökum þetta mjög alvarlega og við tökum það alltaf alvarlega þegar menn eru að tala um þann möguleika að einhver utanaðkomandi komist í okkar gögn," segir Kári. Eftir að fjölmiðlar greindu frá málinu í gær fóru starfsmenn Íslenskrar erfðagreinar yfir öryggisbúnað gagnagrunna. Ekkert bendir til þess að óviðkomandi aðilum hafi tekist að brjótast inn í kerfið. „Við komum til með að leita til fyrirtækis sem við höfum unnið með í gegnum tíðina sem hefur verið að kanna tölvuvarnir okkar og síðast þegar þeir skoðuðu það þá komust þeir að þeirri niðurstöðu að okkar gögn væru óvenjulega vel varin. Síðan komum við til með að leita til ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara og biðja þá um að kanna þetta mál. Hvort það sjáist einhver fótur fyrir þvi´að þessi gífurlega stóra erlenda þjóð hafi verið að sækjast í erfðafræðiupplýsingar um Íslendinga," segir Kári. Kári tekur fram að hann sé með þessu ekki að ásaka Kínverja um njósnir. Gagnabanki Íslenskrar erfðagreiningar geymir verðmætar upplýsingar. „Staðreyndin er sú að ef þú horfir á erfðafræði síðustu ára það sem hefur verið birt í vísindatímartium um erfðafræði á síðustu árum þá hefur helmingur þeirra uppgötvana sem hafa verið gerðar á tengslum milli breytanleika í erfðamenginu og hættum á arfgengum sjúkódmum, helmingur þeirra hefur komið frá okkur," segir Kári. Tengdar fréttir Wikileaks: Telja Kína stunda iðnnjósnir hér Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. 4. desember 2010 09:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Íslensk erfðagreining ætlar að óska eftir því að ríkislögreglustjóri rannsaki sérstaklega hvort Kínverjar hafi njósnað skipulega um starfsemi fyrirtækisins. Ekkert bendir þó til þess að óviðkomandi aðilum hafi tekist að brjótast inn í gagnagrunna fyrirtækisins. Í leyniskjölum bandaríska sendiráðsins sem lekið var á Wikileaks kemur fram að Bandaríkjamenn telji að Kínverjar njósni skipulega um erfðagreininga- og heilbrigðisfyrirtæki hér á landi. Kári Stefánsson telur víst að hér séu menn að tala um íslenska erfðagreiningu. „Við tökum þetta mjög alvarlega og við tökum það alltaf alvarlega þegar menn eru að tala um þann möguleika að einhver utanaðkomandi komist í okkar gögn," segir Kári. Eftir að fjölmiðlar greindu frá málinu í gær fóru starfsmenn Íslenskrar erfðagreinar yfir öryggisbúnað gagnagrunna. Ekkert bendir til þess að óviðkomandi aðilum hafi tekist að brjótast inn í kerfið. „Við komum til með að leita til fyrirtækis sem við höfum unnið með í gegnum tíðina sem hefur verið að kanna tölvuvarnir okkar og síðast þegar þeir skoðuðu það þá komust þeir að þeirri niðurstöðu að okkar gögn væru óvenjulega vel varin. Síðan komum við til með að leita til ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara og biðja þá um að kanna þetta mál. Hvort það sjáist einhver fótur fyrir þvi´að þessi gífurlega stóra erlenda þjóð hafi verið að sækjast í erfðafræðiupplýsingar um Íslendinga," segir Kári. Kári tekur fram að hann sé með þessu ekki að ásaka Kínverja um njósnir. Gagnabanki Íslenskrar erfðagreiningar geymir verðmætar upplýsingar. „Staðreyndin er sú að ef þú horfir á erfðafræði síðustu ára það sem hefur verið birt í vísindatímartium um erfðafræði á síðustu árum þá hefur helmingur þeirra uppgötvana sem hafa verið gerðar á tengslum milli breytanleika í erfðamenginu og hættum á arfgengum sjúkódmum, helmingur þeirra hefur komið frá okkur," segir Kári.
Tengdar fréttir Wikileaks: Telja Kína stunda iðnnjósnir hér Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. 4. desember 2010 09:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Wikileaks: Telja Kína stunda iðnnjósnir hér Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. 4. desember 2010 09:00