Trommunördast í þrjá daga 29. apríl 2010 09:00 Safnar trommurum saman í æfingabúðir yfir heila helgi. Halldór Lárusson og Einar Scheving standa fyrir æfingabúðum í trommuleik í júní. Spilað verður í 8-9 tíma á dag. „Þetta er alveg kjörið ef menn vilja trommunördast út í eitt heila helgi," segir trommarinn Halldór Lárusson. Hann stendur fyrir þriggja daga námskeiði í trommuleik ásamt trommaranum Einari Scheving sem ber heitið Trommu Boot-Camp. Það verður haldið í Skálholtsskóla 25. til 27. júní. Þar verður blandað saman kennslu, áköfum og markvissum æfingum, fróðleik og skemmtun. „Þetta er hugmynd sem hefur verið í gangi í nokkur ár erlendis. Ég rek þennan vef, Trommari.is, og þar var einhver að nefna að það væri frábært ef svona væri til á Íslandi. Þá datt okkur Einari að setja þetta í gang," segir Halldór. Hann segir námskeiðið kjörið tækifæri fyrir trommara, jafnt skemmra sem lengra komna, til að bæta frammistöðu sína. „Aðstaðan er draumi líkust. Þarna er frábær salur þar sem kennslan og æfingar fara fram. Þarna er setustofa með arni og flatskjá þar sem hægt er að hafa það gott og allur matur er inni í þessu. Þetta er rosalega flott aðstaða í ægilega fallegu umhverfi. Þetta getur ekki verið mikið betra." Spurður hvort námskeiðið muni reyna á eins og í alvöru Boot-Camp segir Halldór að ekkert verði gefið eftir. „Menn koma til með að spila 8-9 klukkustundir á dag með matarpásum. Síðan á kvöldin verða stuttir fyrirlestrar og sýnikennsla og kvöldvökur. Þetta verður eins lengi og menn standa uppi." Aldurstakmark á námskeiðið er 16 ár. Skráning og allar nánari upplýsingar fást hjá Halldóri í síma 8930019 eða á dori@trommari.is. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Halldór Lárusson og Einar Scheving standa fyrir æfingabúðum í trommuleik í júní. Spilað verður í 8-9 tíma á dag. „Þetta er alveg kjörið ef menn vilja trommunördast út í eitt heila helgi," segir trommarinn Halldór Lárusson. Hann stendur fyrir þriggja daga námskeiði í trommuleik ásamt trommaranum Einari Scheving sem ber heitið Trommu Boot-Camp. Það verður haldið í Skálholtsskóla 25. til 27. júní. Þar verður blandað saman kennslu, áköfum og markvissum æfingum, fróðleik og skemmtun. „Þetta er hugmynd sem hefur verið í gangi í nokkur ár erlendis. Ég rek þennan vef, Trommari.is, og þar var einhver að nefna að það væri frábært ef svona væri til á Íslandi. Þá datt okkur Einari að setja þetta í gang," segir Halldór. Hann segir námskeiðið kjörið tækifæri fyrir trommara, jafnt skemmra sem lengra komna, til að bæta frammistöðu sína. „Aðstaðan er draumi líkust. Þarna er frábær salur þar sem kennslan og æfingar fara fram. Þarna er setustofa með arni og flatskjá þar sem hægt er að hafa það gott og allur matur er inni í þessu. Þetta er rosalega flott aðstaða í ægilega fallegu umhverfi. Þetta getur ekki verið mikið betra." Spurður hvort námskeiðið muni reyna á eins og í alvöru Boot-Camp segir Halldór að ekkert verði gefið eftir. „Menn koma til með að spila 8-9 klukkustundir á dag með matarpásum. Síðan á kvöldin verða stuttir fyrirlestrar og sýnikennsla og kvöldvökur. Þetta verður eins lengi og menn standa uppi." Aldurstakmark á námskeiðið er 16 ár. Skráning og allar nánari upplýsingar fást hjá Halldóri í síma 8930019 eða á dori@trommari.is. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“