Innlent

Tvær litlar stelpur sátu fastar í tré

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tvær litlar stelpur úr Keflavík voru hætt komnar í háu tré á áttunda tímanum í kvöld þegar lögreglumaður bjargaði þeim.

Stelpurnar, sem eru sex og tíu ára gamlar, höfðu klifrað upp í tréð sem lögreglan á Suðurnesjum telur að sé allt að 14 metra hátt. Þær treystu sér ekki sjálfar niður og ákvað önnur þeirra því að hringja á hjálp úr farsíma og óska eftir aðstoð. Lögregla og slökkvilið aðstoðuðu svo stúlkurnar úr trénu.

Tréð er staðsett í húsagarði og þurfti lögreglumaður því að klifra up ptil þess að ná þeim niður. Lögreglumaður segir í samtali við Vísi að þær hafi verið í það mikilli hæð að þær hefðu getað slasast töluvert ef þær hefðu dottið niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×