Innlent

Kaupmáttur lágmarkslauna eykst um 2,5%

Kaupmáttur lágmarkslauna hefur aukist um tvö komma fimm prósent frá ársbyrjun 2008 samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins. Á sama tíma hefur kaupmáttur launa að meðaltali dregist saman um rúm 13 prósent.

Samtök atvinnulífsins byggja útreikninga sína á tölum hagstofunnar um launaþróun á síðustu tveimur árum.

Kaupmáttur hefur að meðaltali dregist saman 13,5 prósent frá ársbyrjun 2008. Mest hjá stjórnendum, um 19 prósent, en næst mest hjá sérfræðingum. Minnst hjá verkafólki um eða um 8 prósent.

Lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði voru hækkuð 165 þúsund krónur í síðasta mánuði en hafa hækkað um 32 prósent frá 2008. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 29 prósent og því hefur kaupmáttur lágmarkslauna aukist um 2,5 prósent á tímabilinu samkvæmt SA.

Þórir Guðjónsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu, er í beinu sambandi við félagsmen á hverjum degi. Hann bendir á að þrátt fyrir kaupmáttaraukningu sé hér verið að tala um fólk sem þurfi að lifa á 165 þúsund krónum á mánuði.

„Þeir eru náttúrulega áfram jafn illa settir og miklu verr hlutfallslega settir heldur en fólk sem er á hærri launum. Það segir sig sjálft," segir Þórir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×