Innlent

Leikskólinn Hörðuvellir 75 ára

Myndin er ekki af skólastarfi Hörðuvalla.
Myndin er ekki af skólastarfi Hörðuvalla.

Leikskólinn Hörðuvellir í Hafnarfirði heldur upp á  75 ára afmælið sitt í dag. Leikskólinn Hörðuvellir á sér langa sögu.  Verkakvennafélagið Framtíðin hóf rekstur dagheimilis í nýbyggingu skólans árið 1935.  Áður rak  Framtíðin dagheimili sumarlangt árin 1933 og 1934 í gamla barnaskólanum við Suðurgötu, segir í tilkynningu.

Gamla húsið á Hörðuvöllum starfaði því sem leikskóli í 66 ár eða til ársins 2001, lengst af undir merki Framtíðarinnar eða til 1997 að Hafnarfjarðarbær tók alfarið við rekstrinum.  Starfsemi leikskólans lá þó niðri á stríðsárunum frá 1939-1945 af ótta við loftárásir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×