Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri 11. nóvember 2010 18:51 Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. Sérfræðingar frá Siglingastofnun og Landbúnaðarháskólanum voru kátir að sjá vöxtinn í repjunni sem sáð var í júlí en verður uppskera næsta árs. Fyrsti repjuakurinn var hins vegar svona skærgulur í mestum blóma þegar við mynduðum hann sumarið 2009 en það var uppskeran af honum, stútfull ker af repjufræjum, sem menn voru spenntastir fyrir í dag í litlu tilraunastöðinni sem búið er að setja upp á Þorvaldseyri. Fræin voru sett í þartilgerða pressu. Hratið fór í eitt ker, það er í raun úrvalsfóður, en vökvinn, það er olían, fór í annað. Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun, segir að fóðurmjölið sé mjög verðmætt og það standi í raun undir kostnaði við ræktunina. Olían sem slík sé því í raun hjáafurð og þar af leiðandi án kostnaðar. Ólafur bóndi hreinsaði olíuna betur í gegnum grisju áður en hann tappaði henni á brúsa. Repjuolíunni var síðan blandað út í hefðbundna dísilolíu í nokkuð jöfnum hlutföllum en síðan hellt á tankinn á hálfrar aldar gömlum Massey Ferguson. Svo var ræst og traktorinn.. jú, hann rauk í gang. Og þá var ekki eftir neinu að bíða en aka af stað. Ólafur segir þetta stóra stund fyrir þau á Þorvaldseyri að aka á eldsneyti af eigin akri, ekki síst eftir þær hremmingar sem gengu yfir í vor og sumar, þegar Eyjafjallajökull gaus, með öskufalli og aurflóðum yfir jörðina. Bóndinn fær líka matarolíu af akrinum og segir að það gæti verið áhugavert að selja hana beint af býli. Hjá Siglingastofnun dreymir menn um að heilu sandarnir verði græddir upp með repju. Jón Bernódusson segir að það sé í raun bakgrunnurinn að þessu verkefni; hvort unnt sé að framleiða lífrænt eldsneyti hérlendis fyrir flotann. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. Sérfræðingar frá Siglingastofnun og Landbúnaðarháskólanum voru kátir að sjá vöxtinn í repjunni sem sáð var í júlí en verður uppskera næsta árs. Fyrsti repjuakurinn var hins vegar svona skærgulur í mestum blóma þegar við mynduðum hann sumarið 2009 en það var uppskeran af honum, stútfull ker af repjufræjum, sem menn voru spenntastir fyrir í dag í litlu tilraunastöðinni sem búið er að setja upp á Þorvaldseyri. Fræin voru sett í þartilgerða pressu. Hratið fór í eitt ker, það er í raun úrvalsfóður, en vökvinn, það er olían, fór í annað. Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun, segir að fóðurmjölið sé mjög verðmætt og það standi í raun undir kostnaði við ræktunina. Olían sem slík sé því í raun hjáafurð og þar af leiðandi án kostnaðar. Ólafur bóndi hreinsaði olíuna betur í gegnum grisju áður en hann tappaði henni á brúsa. Repjuolíunni var síðan blandað út í hefðbundna dísilolíu í nokkuð jöfnum hlutföllum en síðan hellt á tankinn á hálfrar aldar gömlum Massey Ferguson. Svo var ræst og traktorinn.. jú, hann rauk í gang. Og þá var ekki eftir neinu að bíða en aka af stað. Ólafur segir þetta stóra stund fyrir þau á Þorvaldseyri að aka á eldsneyti af eigin akri, ekki síst eftir þær hremmingar sem gengu yfir í vor og sumar, þegar Eyjafjallajökull gaus, með öskufalli og aurflóðum yfir jörðina. Bóndinn fær líka matarolíu af akrinum og segir að það gæti verið áhugavert að selja hana beint af býli. Hjá Siglingastofnun dreymir menn um að heilu sandarnir verði græddir upp með repju. Jón Bernódusson segir að það sé í raun bakgrunnurinn að þessu verkefni; hvort unnt sé að framleiða lífrænt eldsneyti hérlendis fyrir flotann.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira