Innlent

Einar: Komumst inn í Eurovision og Framsókn fer í borgarstjórn

Einar Skúlason gagnrýnir fjölmiðla fyrir áhugaleysi.
Einar Skúlason gagnrýnir fjölmiðla fyrir áhugaleysi.

„Ég er ekki öruggur inni en þetta verður mjög tæpt. Það munar um hvert atkvæði," sagði Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í viðtali við Sólveigu Bergman og Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni í morgun.

Einar tók sér dágóðan tíma í kjörklefanum áður en hann ræddi við fjölmiðlamenn.

Sjálfur er Einar bjartsýnn á að Framsóknarmenn komi honum inn í borgarstjórn en miðað við síðustu kannanir þá mælist Einar ekki inn í borgarstjórn.

„Framsóknarmenn eru hlédrægir þegar kemur að könnunum en ég vona að þeir bregðist ekki þegar á reynir," segir Einar og bætir við að Framsókn er öfgalaus flokkur og gott mótvægi við vinstri og hægri.

En Einar er ekki sáttur við fjölmiðla. Hann segir þá hafa sýnt áhugaleysi í aðdraganda kosninganna.

„Og ég skil það að það hefur verið eldgos og fleira en mér finnst að fjölmiðlar hefðu mátt sinna málefnaumræðunni betur," segir Einar sem þykist finna á sér að kjósendur séu ekki mjög upplýstir um stefnuskrár flokkanna.

En þó að á móti blási þá er Einar jákvæður. „Ég hvet fólk til þess að kjósa sem fyrst. Við vinnum Eurovision og svo fer ég inn í borgarstjórn," segir Einar að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×