Enski boltinn

Fabregas: Við treystum Almunia

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Margir stuðningsmenn Arsenal eru orðnir langþreyttir á markverðinum Manuel Almunia sem hefur átt það til að vera einstaklega mikill klaufi.

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir aftur á móti að liðsfélagar hans hafi fulla trú á honum.

"Manuel stýrði vörninni mjög vel gegn Blackburn. Þetta snýst samt ekki um einstaka leiki. Strákarnir í búningsklefanum líkar vel við hann og bera traust til hans. Við trúum því að hann muni eiga frábært tímabil," sagði Fabregas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×