Innlent

Fékk 80 þúsund króna sekt fyrir að kaupa vændi

Catalina í dómsal.
Catalina í dómsal. fréttablaðið/vilhelm

Héraðsdómur dæmdi í morgun karlmann til að greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa greitt 15 þúsund krónur fyrir vændi. Þá var annar karlmaður dæmdur til að greiða 40 þúsund krónur fyrir tilraun til að vændiskaupa. Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari segir að verið sé að fara yfir það hvort að dómunum verði áfrýjað en vegna þess hve upphæðin er lág í hvoru tilviki fyrir sig, þarf sérstakt áfrýjunarleyfi frá Hæstarétti.



Alls voru ellefu manns ákærðir vegna viðskipta sinna við Catalinu Mikue Ncogo og vændiskvenna á hennar vegum á tímabilinu frá október til desember í fyrra. Þetta eru fyrstu dómarnir sem falla í málinu. Upphaflega voru sautján vændiskaupamál rannsökuð en sex af þeim voru felld niður þar sem þau þóttu ekki líkleg til sakfellingar.



Von er á dómum úr hinum níu málunum í haust. En ástæða þess að dómar úr málum þessa tveggja manna falla fyrr er sú að þeir tóku ekki til varna. Mættu ekki í dómsal. Hinir sakborningar eru með lögfræðing og er þeirra mál enn til meðferðar hjá dómstólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×