Innlent

Stal barnapela úr Krónunni: Þjófnaður er þjófnaður

SB skrifar
Krónan á Selfossi
Krónan á Selfossi Mynd/Sunnlendingur.is

Það skiptir ekki máli hvort þú stelir einu súkkulaðistykki eða tíu segir, yfirmaður hjá Krónunni en Vísir.is sagði frá því í gær að tvítug stúlka er ákærð af lögreglustjóranum á Selfossi fyrir að hafa stolið einum barnapela, átta barnasamfellum og náttbuxum úr búð Krónunnar á Selfossi.

Stúlkunni, sem er tvítug, er stefnt fyrir Héraðsdóm Suðurlands en lögreglan handtók hana í verslun Krónunnar á Selfossi fyrir verknaðinn. Verðmæti þess sem stúlkunni er gefið að sök að hafa stolið eru rúmar tíu þúsund krónur.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Selfossi, segir að ákvörðun þess hvort málið fái opinbera meðferð eða ekki liggja hjá þeim sem urðu fyrir brotinu - í þessu tilviki Krónunni. „Þessi mál byrja alltaf með því að það komi fram kæra," segir Ólafur.

Vísir reyndi að fá viðbrögð hjá yfirmönnum Krónunnar vegna málsins. Forstjóri Krónunnar, Eysteinn Helgason, var í sumarfríi, en Vísir fékk þau svör frá Krónunni að reglur verslunarinnar væru skýrar: Þjófnaður er þjófnaður. Það skiptir ekki máli hvort þú stelur einu súkkulaðistykki eða tíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×