Trúfélög ekki enn byrjuð að byggja 26. október 2010 05:00 Ásatrúarmenn vonast til þess að bygging hofs komist á rekspöl á næstunni. Fréttablaðið/Daníel Ásatrúarfélagið og Rétttrúnaðarkirkjan hafa ekki enn hafið byggingu á lóðum sínum þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóðum í lok árs 2006. Þá fengu ásatrúarmenn lóð við Leynihlíð sem síðar varð Menntasveigur, undir Öskjuhlíð, og Rétttrúnaðarkirkjan fékk lóð við Nýlendugötu. Ásatrúarmenn höfðu þá beðið í áraraðir eftir að fá lóð undir nýbyggingu hofs. Félag múslima á Íslandi bíður enn eftir að fá lóð undir mosku, en fulltrúar skipulagsyfirvalda fullyrða að hreyfing sé komin á þau mál og þau muni skýrast á næstunni. Rétttrúnaðarkirkjan bíður þess enn að undirrita lóðaleigusamning við Reykjavíkurborg, en að sögn Timur Zolotuskiy, prests kirkjunnar, eru þeir vongóðir um að málin fari að skýrast í haust. „Þetta veltur á mörgum þáttum en við erum einnig að þróa verkefnið, hvað varðar kirkjuna og safnaðarheimilið, og svo erum við líka að ræða við okkar stuðningsaðila, en það mun skýrast þegar leigusamningar og kostnaðaráætlun er komin á hreint.“ Timur segir um 600 félaga í rússnesku og serbnesku rétttrúnaðarkirkjunum hér á landi. Þeir séu nú að vinna að hönnun bygginga ásamt arkitektum og leitast verður við að finna lausn sem hentar við íslenskar aðstæður. „Við byrjuðum á táknrænan hátt á sumardaginn fyrsta þegar við vígðum minnisvarða á lóðinni,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði í samtali við Fréttablaðið, en það var til minningar um Sveinbjörn Beinteinsson, sem var allsherjargoði um árabil. Hilmar bætir því við að nú séu að hefjast prufanir á klöpp undir lóðinni. Þegar því er lokið, sennilega eftir nokkrar vikur, verður farið út í nánari útfærslu á byggingunni. Hilmar bætir því við að enn eigi eftir að leggja veg, lagnir og þess háttar að lóðinni, en efnahagshrunið hafi einnig spilað inn í og tafið framkvæmdir. „Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti því að við fórum illa út úr bankahruninu. Við þurftum því að fara út í praktískari lausnir.“ Hilmar Örn segist ekki viss um hvenær framkvæmdum verði lokið, „en í bjartsýniskasti vonast ég til þess að hofið, eða helgidómurinn, verði tilbúinn á árunum 2012 til 2013.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Ásatrúarfélagið og Rétttrúnaðarkirkjan hafa ekki enn hafið byggingu á lóðum sínum þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóðum í lok árs 2006. Þá fengu ásatrúarmenn lóð við Leynihlíð sem síðar varð Menntasveigur, undir Öskjuhlíð, og Rétttrúnaðarkirkjan fékk lóð við Nýlendugötu. Ásatrúarmenn höfðu þá beðið í áraraðir eftir að fá lóð undir nýbyggingu hofs. Félag múslima á Íslandi bíður enn eftir að fá lóð undir mosku, en fulltrúar skipulagsyfirvalda fullyrða að hreyfing sé komin á þau mál og þau muni skýrast á næstunni. Rétttrúnaðarkirkjan bíður þess enn að undirrita lóðaleigusamning við Reykjavíkurborg, en að sögn Timur Zolotuskiy, prests kirkjunnar, eru þeir vongóðir um að málin fari að skýrast í haust. „Þetta veltur á mörgum þáttum en við erum einnig að þróa verkefnið, hvað varðar kirkjuna og safnaðarheimilið, og svo erum við líka að ræða við okkar stuðningsaðila, en það mun skýrast þegar leigusamningar og kostnaðaráætlun er komin á hreint.“ Timur segir um 600 félaga í rússnesku og serbnesku rétttrúnaðarkirkjunum hér á landi. Þeir séu nú að vinna að hönnun bygginga ásamt arkitektum og leitast verður við að finna lausn sem hentar við íslenskar aðstæður. „Við byrjuðum á táknrænan hátt á sumardaginn fyrsta þegar við vígðum minnisvarða á lóðinni,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði í samtali við Fréttablaðið, en það var til minningar um Sveinbjörn Beinteinsson, sem var allsherjargoði um árabil. Hilmar bætir því við að nú séu að hefjast prufanir á klöpp undir lóðinni. Þegar því er lokið, sennilega eftir nokkrar vikur, verður farið út í nánari útfærslu á byggingunni. Hilmar bætir því við að enn eigi eftir að leggja veg, lagnir og þess háttar að lóðinni, en efnahagshrunið hafi einnig spilað inn í og tafið framkvæmdir. „Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti því að við fórum illa út úr bankahruninu. Við þurftum því að fara út í praktískari lausnir.“ Hilmar Örn segist ekki viss um hvenær framkvæmdum verði lokið, „en í bjartsýniskasti vonast ég til þess að hofið, eða helgidómurinn, verði tilbúinn á árunum 2012 til 2013.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira