Icesave-málið verður ekki klárað fyrir jól 11. desember 2010 03:15 Jóhanna Sigurðardóttir „Ég fagna því mjög að þessi niðurstaða hafi náðst og ekki síst að það hafi náðst sátt í samninganefndinni, sem var meðal annars skipuð fulltrúa frá stjórnarandstöðunni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um Icesave-samninginn sem nú liggur á borðinu. „Þetta er gríðarlegur áfangi í endurreisninni.“ Jóhanna segir að forystumenn flokkanna séu þegar byrjaðir að ræða um framhald málsins og hvernig farið verður með það í þinginu. Hún vonist til þess að allir flokkar geti staðið að því saman. „Ég vona að það skýrist fljótlega í næstu viku hvernig framhaldið verður. Ég held að það liggi ljóst fyrir að það er ekki hægt að klára þennan samning í þinginu fyrir jól. Það er eðlilegt að menn taki sér tíma til að skoða málið í heild. Það er aftur á móti spurning um hvort hægt er að mæla fyrir málinu og koma því til nefndar fyrir jól,“ segir Jóhanna. Forystumenn ríkisstjórnarinnar fóru ekki leynt með óánægju sína þegar ekki tókst að klára síðasta Icesave-samning fyrr á árinu. Spurð hvort það hafi verið röng afstaða í ljósi nýja samningsins segir Jóhanna: „Nei, þetta sýnir fyrst og fremst að aðstæður eru verulega breyttar frá því að síðasti samningur var gerður. Flest af því sem hefur orðið til þess að lækka þennan samning hefði haft áhrif til lækkunar á fyrri samninginn.“ Hún nefnir til dæmis betri heimtur úr þrotabúi Landsbankans, hagstæðari gengismun, sterkari gjaldeyrisforða og lægri fjármagnskostnað. „Það er veruleg skýring á þessum 100 milljarða mismuni sem er á þessum samningum,“ segir Jóhanna. Ekki megi heldur gleyma því að tafirnar hafi kostað sitt fyrir atvinnulífið í landinu. - sh Icesave Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
„Ég fagna því mjög að þessi niðurstaða hafi náðst og ekki síst að það hafi náðst sátt í samninganefndinni, sem var meðal annars skipuð fulltrúa frá stjórnarandstöðunni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um Icesave-samninginn sem nú liggur á borðinu. „Þetta er gríðarlegur áfangi í endurreisninni.“ Jóhanna segir að forystumenn flokkanna séu þegar byrjaðir að ræða um framhald málsins og hvernig farið verður með það í þinginu. Hún vonist til þess að allir flokkar geti staðið að því saman. „Ég vona að það skýrist fljótlega í næstu viku hvernig framhaldið verður. Ég held að það liggi ljóst fyrir að það er ekki hægt að klára þennan samning í þinginu fyrir jól. Það er eðlilegt að menn taki sér tíma til að skoða málið í heild. Það er aftur á móti spurning um hvort hægt er að mæla fyrir málinu og koma því til nefndar fyrir jól,“ segir Jóhanna. Forystumenn ríkisstjórnarinnar fóru ekki leynt með óánægju sína þegar ekki tókst að klára síðasta Icesave-samning fyrr á árinu. Spurð hvort það hafi verið röng afstaða í ljósi nýja samningsins segir Jóhanna: „Nei, þetta sýnir fyrst og fremst að aðstæður eru verulega breyttar frá því að síðasti samningur var gerður. Flest af því sem hefur orðið til þess að lækka þennan samning hefði haft áhrif til lækkunar á fyrri samninginn.“ Hún nefnir til dæmis betri heimtur úr þrotabúi Landsbankans, hagstæðari gengismun, sterkari gjaldeyrisforða og lægri fjármagnskostnað. „Það er veruleg skýring á þessum 100 milljarða mismuni sem er á þessum samningum,“ segir Jóhanna. Ekki megi heldur gleyma því að tafirnar hafi kostað sitt fyrir atvinnulífið í landinu. - sh
Icesave Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira