Innlent

Stálu verðmætum hlutum úr heyvinnuvél

Engin hlutur er óhultur fyrir þjófum eins og sannaðist við Ísafjarðardjúp um helgina.

Þá var stolið verðmætum hlutum úr heyvinnuvél, sem stóð úti á túni innan við bæinn Múla, skammt frá þjóðvegi 61.

Þjófurinn hefur þurft nokkurn tíma til að athafna sig og það í sjónmáli við þjóðveginn. Hann er ófundinn og bóndinn saknar hlutanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×