Fulltrúar Top Shop á leið til Íslands 16. mars 2010 03:45 njósnað Fulltrúar frá útibúi Top Shop í London hafa boðað komu sína á Reykjavik Fashion Festival. Þeir ætla að sitja á fremsta bekk á föstudagskvöld þegar E-label sýnir sitt nýjasta. Fréttablaðið/anton Fulltrúar frá útibúi Top Shop í London eru væntanlegir til Íslands í tengslum við Reykjavik Fashion Festival. Þeir ætla að mæta á sýningu íslenska tískuvörumerkisins E-label í Kaaber-húsinu á föstudagskvöldið. Ásta Kristjánsdóttir, einn af eigendum E-label, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. „Vonandi sjá þeir einhverja fleiri hönnuði til að koma á framfæri í verslun sinni," segir Ásta en E-label hefur gert það gott í Top Shop-versluninni þar. Stórstjarnan Beyonce Knowles gerði sér meðal annars ferð í verslunina ekki alls fyrir löngu og keypti þá leggings frá merkinu. Ásta segir mikla stemningu fyrir Reykjavik Fashion Festival, um hundrað og fimmtíu manns leggi nú nótt við dag við undirbúninginn og flestir þeirra eru í sjálfboðavinnu. „Ég held að það hafi sjaldan eða aldrei verið jafnmikil gróska í íslenskri hönnun og þetta er rétti tíminn til að koma henni á framfæri," segir Ásta. Fjöldi erlendra blaðamanna hafa boðað komu sína á hátíðina enda mikill áhugi á því sem fram fer á Íslandi um þessar mundir vegna efnahagskreppunnar frægu. „Facehunter, tískubloggarinn frægi, ætlar að koma sem og blaðamenn frá Dazed and Confused, Observer og breska Elle," útskýrir Ásta. Heilmikil tónlistarhátíð er haldin í kringum tískuhátíðina og hefst hún á fimmtudagskvöldið. Mesta spennan er þó eflaust fyrir komu kanadísku tónlistarkonunnar Peaches en hún hefur, að sögn Ástu, valið sér eina átta kjóla til að koma fram í. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðunni rff.is. - fgg RFF Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Fulltrúar frá útibúi Top Shop í London eru væntanlegir til Íslands í tengslum við Reykjavik Fashion Festival. Þeir ætla að mæta á sýningu íslenska tískuvörumerkisins E-label í Kaaber-húsinu á föstudagskvöldið. Ásta Kristjánsdóttir, einn af eigendum E-label, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. „Vonandi sjá þeir einhverja fleiri hönnuði til að koma á framfæri í verslun sinni," segir Ásta en E-label hefur gert það gott í Top Shop-versluninni þar. Stórstjarnan Beyonce Knowles gerði sér meðal annars ferð í verslunina ekki alls fyrir löngu og keypti þá leggings frá merkinu. Ásta segir mikla stemningu fyrir Reykjavik Fashion Festival, um hundrað og fimmtíu manns leggi nú nótt við dag við undirbúninginn og flestir þeirra eru í sjálfboðavinnu. „Ég held að það hafi sjaldan eða aldrei verið jafnmikil gróska í íslenskri hönnun og þetta er rétti tíminn til að koma henni á framfæri," segir Ásta. Fjöldi erlendra blaðamanna hafa boðað komu sína á hátíðina enda mikill áhugi á því sem fram fer á Íslandi um þessar mundir vegna efnahagskreppunnar frægu. „Facehunter, tískubloggarinn frægi, ætlar að koma sem og blaðamenn frá Dazed and Confused, Observer og breska Elle," útskýrir Ásta. Heilmikil tónlistarhátíð er haldin í kringum tískuhátíðina og hefst hún á fimmtudagskvöldið. Mesta spennan er þó eflaust fyrir komu kanadísku tónlistarkonunnar Peaches en hún hefur, að sögn Ástu, valið sér eina átta kjóla til að koma fram í. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðunni rff.is. - fgg
RFF Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira