Erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden 20. september 2010 17:53 Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins, segir að erfiðara sé að fá fund með Jóni Gnarr en Osama Bin Laden. „Við höfum engin svör fengið," segir Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur ásamt, Sigurjóni Þórðarsyni, formanni Frjálslynds flokksins, ítrekað óskað eftir fundi með borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr. Sigurjón segist alltaf fá þau svör að borgarstjóri sé of upptekinn til að veita honum móttöku. Honum finnst þetta óeðlilegt afgreiðsla enda sé hann í forsvari fyrir starfandi stjórnmálaafl á Íslandi og telur hreinlega að um andúð Jóns Gnarr í garð Frjálslynda flokksins sé að ræða. „Ég veit ekki hvort þetta eru landsbyggðafordmómar eða hvað. Við í Frjálslynda flokknum tilheyrum auðvitað ekki menntaelítunni í borginni," segir Sigurjón. Tilefni þess að Sigurjón óskar eftir fundi með Jóni er að Frjálslyndi flokkurinn fékk aldrei greidda dráttarvexti af styrkjum sem Reykjavíkurborg greiddi flokknum, seinna en öllum öðrum flokkum, fyrir árin 2008 og 2009. Um er að ræða styrk sem borgin greiðir til flokks í hlutfalli við kjörfylgi hans í síðustu sveitastjórnarkosningum þar á undan. Auk þess fékk flokkurinn aldrei styrkinn fyrir árið 2008, heldur Ólafur F. Magússon. Óvissa skapaðist um hvert skyldi greiða styrkinn eftir að Ólafur F. Magnússon, sem kosinn var í borgarstjórn fyrir hönd Frjálslynda flokksins, klauf sig úr flokknum og gerðist óháður. Árið 2008 lét Ólafur greiða styrkinn inn á eigin reikning en ekki reikning Frjálslynda flokksins. Í framhaldi af því óskaði stjórn Frjálslynda flokksins eftir áliti samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins á því hvort Ólafur ætti að fá styrkinn eða Frjálslyndi flokkurinn. Í febrúar á þessu ári komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að Frjálslyndi flokkurinn ætti að fá styrkinn. Guðjón Arnar segir að flokkurinn hafi ekki enn fengið styrkinn. Sigurjón er mjög undrandi á því að borgarstjórinn skuli ekki taka á móti honum til að ræða þetta mál. Hann segir að borgarstjórinn hafi heldur ekki svarað bréfum sem send hafa verið á skrifstofu hans af hálfu Frjálslynda flokksins. „Ég held að hann sé hreinlega bara að leggja okkur í einelti," segir Sigurjón. Guðjón Arnar Kristjánsson tekur undir með Sigurjóni og segir að allar leiðir hafi verið farnar. „Við skrifuðum honum bréf fyrir viku síðan þar sem við lýstum því að við vildum leysa þetta mál og hvernig það ætti að gera það upp. Við höfum engin svör fengið. Það virðist vera erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden eða einhverjum álíka, sem enginn veit hvar er staddur. Þolinmæði okkar er ekki orðin mikil í þessu máli." Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Við höfum engin svör fengið," segir Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur ásamt, Sigurjóni Þórðarsyni, formanni Frjálslynds flokksins, ítrekað óskað eftir fundi með borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr. Sigurjón segist alltaf fá þau svör að borgarstjóri sé of upptekinn til að veita honum móttöku. Honum finnst þetta óeðlilegt afgreiðsla enda sé hann í forsvari fyrir starfandi stjórnmálaafl á Íslandi og telur hreinlega að um andúð Jóns Gnarr í garð Frjálslynda flokksins sé að ræða. „Ég veit ekki hvort þetta eru landsbyggðafordmómar eða hvað. Við í Frjálslynda flokknum tilheyrum auðvitað ekki menntaelítunni í borginni," segir Sigurjón. Tilefni þess að Sigurjón óskar eftir fundi með Jóni er að Frjálslyndi flokkurinn fékk aldrei greidda dráttarvexti af styrkjum sem Reykjavíkurborg greiddi flokknum, seinna en öllum öðrum flokkum, fyrir árin 2008 og 2009. Um er að ræða styrk sem borgin greiðir til flokks í hlutfalli við kjörfylgi hans í síðustu sveitastjórnarkosningum þar á undan. Auk þess fékk flokkurinn aldrei styrkinn fyrir árið 2008, heldur Ólafur F. Magússon. Óvissa skapaðist um hvert skyldi greiða styrkinn eftir að Ólafur F. Magnússon, sem kosinn var í borgarstjórn fyrir hönd Frjálslynda flokksins, klauf sig úr flokknum og gerðist óháður. Árið 2008 lét Ólafur greiða styrkinn inn á eigin reikning en ekki reikning Frjálslynda flokksins. Í framhaldi af því óskaði stjórn Frjálslynda flokksins eftir áliti samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins á því hvort Ólafur ætti að fá styrkinn eða Frjálslyndi flokkurinn. Í febrúar á þessu ári komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að Frjálslyndi flokkurinn ætti að fá styrkinn. Guðjón Arnar segir að flokkurinn hafi ekki enn fengið styrkinn. Sigurjón er mjög undrandi á því að borgarstjórinn skuli ekki taka á móti honum til að ræða þetta mál. Hann segir að borgarstjórinn hafi heldur ekki svarað bréfum sem send hafa verið á skrifstofu hans af hálfu Frjálslynda flokksins. „Ég held að hann sé hreinlega bara að leggja okkur í einelti," segir Sigurjón. Guðjón Arnar Kristjánsson tekur undir með Sigurjóni og segir að allar leiðir hafi verið farnar. „Við skrifuðum honum bréf fyrir viku síðan þar sem við lýstum því að við vildum leysa þetta mál og hvernig það ætti að gera það upp. Við höfum engin svör fengið. Það virðist vera erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden eða einhverjum álíka, sem enginn veit hvar er staddur. Þolinmæði okkar er ekki orðin mikil í þessu máli."
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira