Innlent

Gagnrýnir forystu Framsóknarflokks

Guðmundur steingrímsson
segir Framsóknarflokkinn hafa unnið góða sigra víða um land þrátt fyrir slakt gengi á höfuðborgarsvæðinu.
fréttablaðið/gva
Guðmundur steingrímsson segir Framsóknarflokkinn hafa unnið góða sigra víða um land þrátt fyrir slakt gengi á höfuðborgarsvæðinu. fréttablaðið/gva

Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins segir forystu Framsóknarflokksins bera verulega ábyrgð á slöku gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn náði einungis manni inn í Kópavogi og á Álftanesi.

„Það er verulegur áfellisdómur yfir okkur í höfuðborginni að endurnýjun flokksins skyldi ekki hitta í mark," segir Guðmundur Steingrímsson. „Auðvitað er ábyrgðin forystunnar. Hún er kosin til ábyrgðar."

Guðmundur segir Framsóknarflokkinn súpa seyðið af því að hafa ekki nýtt tímann frá endurnýjuninni í byrjun síðasta árs til að skapa stjórnmál fyrir hina nýju tíma. „Ég hef ekki verið sáttur við það hvernig spilast hefur úr eftir endurnýjun flokksforystunnar. Við stundum ekki nýja tegund af pólitík. Margir sem ég hef talað við telja að við höfum farið inn á þing í algerlega hefðbundna skotgrafapótitík. Skilaboðin af höfuðborgarsvæðinu eru þau að við eigum að láta af henni. Við verðum að taka þau til okkar."

Guðmundur segir að flokksforystan verði nú að fara í öflugt starf við að endurhugsa hvernig stjórnmálin eigi að vera.- mmf



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×