Íslensk mótmæli í Simpsons 18. maí 2010 10:30 Landsbankanum og bálreiðum íslenskum mótmælendum bregður fyrir í nýjasta þættinum um Simpsons-fjölskylduna sem sýndur var í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld. Í þættinum sést hvar hópur Íslendinga með mótmælaspjöld brýtur sér leið inn í „National Bank of Iceland" en það hét Landsbankinn á ensku. Á mótmælaspjöldunum má meðal annars sjá strikað yfir IMF eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og svo illskiljanlegar setningar á borð við „neitun Hómer", „við vilja okkar peninga!" og „segna upp nú". Telja verður líklegt að handritshöfundar Simpsons hafi leitað til Google Translate-forritsins og treyst á að það myndi reynast öruggt. Íslendingarnir ákveða að henda múrsteini í íslenska skjaldamerkið, brenna eftirmynd af Hómer Simpson og bölsótast yfir þeirri staðreynd að Bjólfur sé ekki íslenskur.Söguþráðurinn í þættinum er á þá leið að Springfield, heimabær Simpsons, á í miklum fjárhagserfiðleikum. Borgarstjórinn tilkynnir miklar sparnaðaraðgerðir sem felast meðal annars í því að hætt verður að hirða upp dauð dýr, kennsla í skólum er skorin niður og hættuminnstu föngunum er sleppt. Í kjölfarið hrynur fasteignamarkaðurinn og flestir af nágrönnum Simpson-fjölskyldunnar neyðast til að selja hús sín. Hómer verður stórhrifinn af nágrannahúsinu eftir að hann rennur á gómsæta smákökulykt og tekur lán fyrir kaupunum. Hann er hins vegar aðeins of seinn því fasteignasalinn hefur þegar fundið kaupanda að eigninni. Hómer bregst illa við og útskýrir fyrir fasteignasalanum að hann hafi tekið lán sem þegar hafi verið selt til banka, vogunarsjóða og annarra lánastofnana um allan heim. Áletranir mótmælaspjaldanna eru augljóslega fengnar frá þýðingarforritinu Google Translate því kröfurnar eru flestar óskiljanlegar.Og í þeim töluðu orðum er kastljósinu beint að mótmælunum við Landsbankann þar sem æstir Íslendingar vilja drepa Hómer og brenna eftirmynd af honum. Í bakgrunni má sjá íslenska fánann og loks taka tveir menn tal saman. „Við eigum að minnsta kosti Bjólf," segir einn en hinn svarar að bragði. „Við eigum hann ekki." Um 6,3 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn. Þættirnir um Simpson-fjölskylduna eru farsælustu sjónvarpsþættir allra tíma. Engir þættir hafa jafn lengi verið sýndir á besta tíma í Bandaríkjunum. Fyrsti þátturinn fór í loftið 17. desember árið 1989. - afb, fgg Skroll-Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Landsbankanum og bálreiðum íslenskum mótmælendum bregður fyrir í nýjasta þættinum um Simpsons-fjölskylduna sem sýndur var í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld. Í þættinum sést hvar hópur Íslendinga með mótmælaspjöld brýtur sér leið inn í „National Bank of Iceland" en það hét Landsbankinn á ensku. Á mótmælaspjöldunum má meðal annars sjá strikað yfir IMF eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og svo illskiljanlegar setningar á borð við „neitun Hómer", „við vilja okkar peninga!" og „segna upp nú". Telja verður líklegt að handritshöfundar Simpsons hafi leitað til Google Translate-forritsins og treyst á að það myndi reynast öruggt. Íslendingarnir ákveða að henda múrsteini í íslenska skjaldamerkið, brenna eftirmynd af Hómer Simpson og bölsótast yfir þeirri staðreynd að Bjólfur sé ekki íslenskur.Söguþráðurinn í þættinum er á þá leið að Springfield, heimabær Simpsons, á í miklum fjárhagserfiðleikum. Borgarstjórinn tilkynnir miklar sparnaðaraðgerðir sem felast meðal annars í því að hætt verður að hirða upp dauð dýr, kennsla í skólum er skorin niður og hættuminnstu föngunum er sleppt. Í kjölfarið hrynur fasteignamarkaðurinn og flestir af nágrönnum Simpson-fjölskyldunnar neyðast til að selja hús sín. Hómer verður stórhrifinn af nágrannahúsinu eftir að hann rennur á gómsæta smákökulykt og tekur lán fyrir kaupunum. Hann er hins vegar aðeins of seinn því fasteignasalinn hefur þegar fundið kaupanda að eigninni. Hómer bregst illa við og útskýrir fyrir fasteignasalanum að hann hafi tekið lán sem þegar hafi verið selt til banka, vogunarsjóða og annarra lánastofnana um allan heim. Áletranir mótmælaspjaldanna eru augljóslega fengnar frá þýðingarforritinu Google Translate því kröfurnar eru flestar óskiljanlegar.Og í þeim töluðu orðum er kastljósinu beint að mótmælunum við Landsbankann þar sem æstir Íslendingar vilja drepa Hómer og brenna eftirmynd af honum. Í bakgrunni má sjá íslenska fánann og loks taka tveir menn tal saman. „Við eigum að minnsta kosti Bjólf," segir einn en hinn svarar að bragði. „Við eigum hann ekki." Um 6,3 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn. Þættirnir um Simpson-fjölskylduna eru farsælustu sjónvarpsþættir allra tíma. Engir þættir hafa jafn lengi verið sýndir á besta tíma í Bandaríkjunum. Fyrsti þátturinn fór í loftið 17. desember árið 1989. - afb, fgg
Skroll-Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira