Innlent

Ágætis kosningaþátttaka á Reykhólum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Reykhólasveit, þar sem kosið er í dag. Mynd/ Jón Sigurður.
Frá Reykhólasveit, þar sem kosið er í dag. Mynd/ Jón Sigurður.
Kosningar til sveitastjórnar í Reykhólahreppi hafa gengið vel það sem af er degi, segir Halldór D. Gunnarsson, formaður kjörstjórnar. Þær hófust klukkan níu í morgun og munu standa þar til klukkan sex í kvöld.

Halldór segir að 208 manns séu á kjörskrá og 78 búnir að kjósa auk þess sem 24 utankjörfundaratkvæði hafi skilað sér í hús. Kosningaþátttakan sé því um 50%. Í maí var kosningaþátttakan um 62% og hún var einnig um 62% fyrir fjórum árum.

Kosningin sem fram fór í vor var kærð enda hafði hún ekki verið auglýst nægjanlega í Flatey. Því var brugðið á það ráð að halda kosningarnar aftur.

Reykhólamenn fengu ágætis veður, um 18-20 stiga hita, dauft sólskin og stillu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×