Erlent

Lofar áframhaldandi stuðningi við Afgana

Hamid Karzai og Hillary Clinton á blaðamannafundi í Washington í gær.
Hamid Karzai og Hillary Clinton á blaðamannafundi í Washington í gær. Mynd/AP

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkjamenn muni ekki láta af stuðningi sínum við afgönsku þjóðina eftir að bandaríski herinn hverfur frá Afganistan. Þvert á móti muni Bandaríkjamenn áfram aðstoða stjórnvöld við að tryggja öryggi almennings í landinu.

Hillary fundaði í gær með Hamid Karzai, forseti Afganistans, sem er fjögurra daga heimsókn í Washington en samskipti ráðamanna ríkjanna hafa verið afar stirð undanfarna mánuði eða frá því að forsetakosningarnar fóru fram í Afganistan. Framkvæmd kosninganna var harðlega gagnrýnd og tók Karzai því afar illa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×