Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2025 11:30 Peter Mandelson harmaði að Jeffrey Epstein hefði verið dæmdur fyrir að falast eftir kynlífi hjá ólögráða stúlku í tölvupósti sem hann sendi honum árið 2008. Það kostaði hann starfið sem sendiherra í dag. AP/Carl Court Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, rak í dag Peter Mandelson sem sendiherra í Bandaríkjunum vegna tengsla hans við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Mandelson kallaði Epstein sinn „besta vin“ í alræmdu afmæliskorti til hans. Brottreksturinn kemur í kjölfar þess að samskipti Mandelson og Epstein urðu opinber þegar bandarískir þingmenn birtu gögn um bandaríska níðinginn á dögunum. Þar var sérstök afmælisbók sem vinir Epstein skrifuðu í. Þar lýsti Mandelson Epstein sem besta vini sínum. Í kjölfarið birti götublaðið The Sun tölvupósta frá Mandelson til Epstein. Í einum þeirra harmaði Mandelson að Epstein hefði verið ranglega dæmdir fyrir að falast eftir vændi af ólögráða stúlku árið 2008. „Ég hef mikið álit á þér og ég upplifi vonleysi og reiði yfir því sem gerðist,“ skrifaði Mandelson í póstinum. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins segir að Starmer hafi skipað fyrir um að Mandelson yrði rekinn í ljósi tölvupóstanna nýbirtu. Þeir sýndu að samband Mandelson og Epstein hefði verið nánara en bresk stjórnvöld höfðu vitneskju um þegar hann var skipaður sendiherra. Vísaði hann sérstaklega til póstsins um að Mandelson teldi Epstein ranglega dæmdan, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Mandelson hefur verið áhrifamaður í Verkamannaflokknum um árabil. Hann stýrði kosningabaráttu flokksins árið 1997 þegar Tony Blair batt enda á lengstu samfelldu stjórnarsetu Íhaldsflokksins í sögu Bretlands. Hann varð síðan náin ráðgjafi Blair og spunameistari. Mál Mandelson er enn eitt vandræðamálið fyrir ríkisstjórn Verkamannaflokksins sem glímir við gríðarlegar óvinsældir. Starmer kom Mandelson síðast til varnar í gær og sagði að bakgrunnur hans hefði verið kannaður ítarlega áður en hann var skipaður sendiherra. Uppákoman kemur í aðdraganda opinberrar heimsóknar Donalds Trump Bandaríkjaforseta til Bretlands en hann glímir sjálfur við ásakanir vegna vinarþels síns við Epstein. Í afmælisbókinni alræmdu voru skilaboð frá Trump með torræðum vísunum í sameiginlegt leyndarmál þeirra og klúrinni teikningu. Trump og Hvíta húsið hafa þvertekið fyrir að hann hafi skrifað eða teiknað í bókina. Mál Jeffrey Epstein Bretland Bandaríkin Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Brottreksturinn kemur í kjölfar þess að samskipti Mandelson og Epstein urðu opinber þegar bandarískir þingmenn birtu gögn um bandaríska níðinginn á dögunum. Þar var sérstök afmælisbók sem vinir Epstein skrifuðu í. Þar lýsti Mandelson Epstein sem besta vini sínum. Í kjölfarið birti götublaðið The Sun tölvupósta frá Mandelson til Epstein. Í einum þeirra harmaði Mandelson að Epstein hefði verið ranglega dæmdir fyrir að falast eftir vændi af ólögráða stúlku árið 2008. „Ég hef mikið álit á þér og ég upplifi vonleysi og reiði yfir því sem gerðist,“ skrifaði Mandelson í póstinum. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins segir að Starmer hafi skipað fyrir um að Mandelson yrði rekinn í ljósi tölvupóstanna nýbirtu. Þeir sýndu að samband Mandelson og Epstein hefði verið nánara en bresk stjórnvöld höfðu vitneskju um þegar hann var skipaður sendiherra. Vísaði hann sérstaklega til póstsins um að Mandelson teldi Epstein ranglega dæmdan, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Mandelson hefur verið áhrifamaður í Verkamannaflokknum um árabil. Hann stýrði kosningabaráttu flokksins árið 1997 þegar Tony Blair batt enda á lengstu samfelldu stjórnarsetu Íhaldsflokksins í sögu Bretlands. Hann varð síðan náin ráðgjafi Blair og spunameistari. Mál Mandelson er enn eitt vandræðamálið fyrir ríkisstjórn Verkamannaflokksins sem glímir við gríðarlegar óvinsældir. Starmer kom Mandelson síðast til varnar í gær og sagði að bakgrunnur hans hefði verið kannaður ítarlega áður en hann var skipaður sendiherra. Uppákoman kemur í aðdraganda opinberrar heimsóknar Donalds Trump Bandaríkjaforseta til Bretlands en hann glímir sjálfur við ásakanir vegna vinarþels síns við Epstein. Í afmælisbókinni alræmdu voru skilaboð frá Trump með torræðum vísunum í sameiginlegt leyndarmál þeirra og klúrinni teikningu. Trump og Hvíta húsið hafa þvertekið fyrir að hann hafi skrifað eða teiknað í bókina.
Mál Jeffrey Epstein Bretland Bandaríkin Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira