Verkefnin að klárast 3. júlí 2010 20:30 „Í raun og veru er ekkert stórt framundan,“ Árni Jóhannsson, hjá mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Verktakaiðnaðurinn sér fram á auðn þegar helstu verkefni í mannvirkjagerð og jarðvinnu klárast hvert af öðru í sumar og haust. Fjögur fyrirtæki í greininni gripu til fjöldauppsagna nú um mánaðamótin. Í þessum atvinnugeira hefur sumarið jafnan verið hábjargræðistíminn. Uppsagnir Ístaks, Eyktar, KNH-verktaka og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða á samtals um 200 manns í vikunni lýsa alvarlegri stöðu. „Nú ætti að vera aðalathafnatíminn og allir ættu að vera á fullu. Það er öðru nær því nú eru menn að segja upp í stórum stíl. Það er ekkert sem vekur mönnum bjartsýni og þeir grípa til þeirra úrræða að segja upp starfsfólki," segir Árni Jóhannsson, hjá mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins. Við blasa enn fleiri uppsagnir þegar stór verkefni í vegagerð víða um land klárast hvert af öðru á næstu vikum og mánuðum, eins og Dettifossvegur, Raufarhafnarleið, Hófaskarðsleið, Vopnafjarðarvegur, Suðurstrandarvegur, brúin yfir Hvítá, Lyngdalsheiðarvegur og jarðgöngin um Héðinsfjörð og Óshlíð. Þá er Landeyjahöfn á lokastigi. „Í raun og veru er ekkert stórt framundan sem við vitum um fyrir utan Búðarháls. Það er eina verkefnið sem er að koma í útboð," segir Árni. Með stöðugleikasáttmálanum í fyrra hafi hið opinbera gefið fyrirheit um að koma framkvæmdum stað, lífeyrissjóðir bíði tilbúnir með fjármagn, en það liggi ósnert og ekkert gerist. „Við hefðum gjarnan viljað að hið opinbera - ríkið og sveitarfélög - kæmi inn á markaðinn en það er ekkert að gerast. Það er í raun og veru það sem lýsir þessu best. Það er ekkert að gerast," segir Árni. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
Verktakaiðnaðurinn sér fram á auðn þegar helstu verkefni í mannvirkjagerð og jarðvinnu klárast hvert af öðru í sumar og haust. Fjögur fyrirtæki í greininni gripu til fjöldauppsagna nú um mánaðamótin. Í þessum atvinnugeira hefur sumarið jafnan verið hábjargræðistíminn. Uppsagnir Ístaks, Eyktar, KNH-verktaka og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða á samtals um 200 manns í vikunni lýsa alvarlegri stöðu. „Nú ætti að vera aðalathafnatíminn og allir ættu að vera á fullu. Það er öðru nær því nú eru menn að segja upp í stórum stíl. Það er ekkert sem vekur mönnum bjartsýni og þeir grípa til þeirra úrræða að segja upp starfsfólki," segir Árni Jóhannsson, hjá mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins. Við blasa enn fleiri uppsagnir þegar stór verkefni í vegagerð víða um land klárast hvert af öðru á næstu vikum og mánuðum, eins og Dettifossvegur, Raufarhafnarleið, Hófaskarðsleið, Vopnafjarðarvegur, Suðurstrandarvegur, brúin yfir Hvítá, Lyngdalsheiðarvegur og jarðgöngin um Héðinsfjörð og Óshlíð. Þá er Landeyjahöfn á lokastigi. „Í raun og veru er ekkert stórt framundan sem við vitum um fyrir utan Búðarháls. Það er eina verkefnið sem er að koma í útboð," segir Árni. Með stöðugleikasáttmálanum í fyrra hafi hið opinbera gefið fyrirheit um að koma framkvæmdum stað, lífeyrissjóðir bíði tilbúnir með fjármagn, en það liggi ósnert og ekkert gerist. „Við hefðum gjarnan viljað að hið opinbera - ríkið og sveitarfélög - kæmi inn á markaðinn en það er ekkert að gerast. Það er í raun og veru það sem lýsir þessu best. Það er ekkert að gerast," segir Árni.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira