Innlent

Hættir sem aðstoðarmaður Jóns Gnarr

Heiða Helgadóttir og S. Björn Blöndal.
Heiða Helgadóttir og S. Björn Blöndal.

Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Besta flokksins. Í tilkynningu frá flokknum segir að jafnframt muni hún gegna stöðu framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Besta flokksins og varaformennsku í flokknum.

„Ráðningu Heiðu er ætlað að skerpa og efla Besta flokkinn sem virkt afl í íslenskum stjórnmálum. Heiða Kristín hefur undanfarna mánuði sinnt starfi aðstoðarmanns borgarstjóra en við því starfi mun taka S. Björn Blöndal, sem hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra Besta flokksins," segir einnig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.