Skoða fordæmisgildi dóms 1. nóvember 2010 05:00 Viðbrögðum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við dómi héraðsdóms í gengistryggingarmálinu var mótmælt við Hæstarétt í júlí. Hæstiréttur dæmdi í málinu fyrir 45 dögum en viðbragða stjórnvalda er enn beðið. Fréttablaðið/Arnþór Hvaða áhrif hefur dómur Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sambýlisfólks á Selfossi sem tók húsnæðislán í erlendri mynt? Fall krónunnar vegna bankahrunsins felur ekki í sér forsendubrest fyrir þá sem sannarlega tóku lán í erlendri mynt, jafnvel þó að hrun krónunnar hafi tvöfaldað skuld þeirra í einu vetfangi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sem Íslandsbanki höfðaði á hendur sambýlisfólki á Selfossi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag féllst dómurinn á kröfu Íslandsbanka. Fólkið, sem tók lán að andvirði 20 milljónir króna í japönskum jenum og svissneskum frönkum, var dæmt til að greiða bankanum 39,9 milljónir króna, auk vaxta og málskostnaðar. Báðir aðilar féllust á að lánið hefði sannarlega verið veitt í erlendri mynt. Því var ekki deilt um hvort lánið hefði verið ólögmætt í sjálfu sér, á sama hátt og gengistryggð lán sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæt. Björn Þorri Viktorsson, verjandi lántakendanna, segir að meðvitað hafi verið fallið frá kröfu um að lánið teldist ólögmætt gengistryggt lán. Það hafi verið gert til þess að fá niðurstöðu varðandi kröfur um forsendubrest. Hann segir að tilgangslaust hafi verið að krefjast úrlausnar um lögmæti lánsins sem slíks þegar stjórnvöld hafi boðað lagafrumvarp sem jafni stöðu þeirra sem tekið hafi lán í erlendri mynt. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar, en Björn segir yfirgnæfandi líkur á því að svo verði. Dómurinn tekur á þremur mikilvægum atriðum sem tekist hefur verið á um undanfarið, segir Andri Árnason, lögmaður Íslandsbanka í málinu. Hann segir að staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um þau atriði muni sá dómur vafalaust hafa fordæmisgildi í mörgum málum. Dómurinn telur í fyrsta lagi að ekki hafi orðið forsendubrestur þó að gengi krónunnar hafi hrunið. Dómurinn telur ekki skipta máli að lánið hafi verið greitt út í íslenskum krónum. Þá telur dómurinn ekki skipta máli að tilgreind hafi verið upphæð í íslenskum krónum sem var jafnvirði hins erlenda höfuðstóls á skuldabréfinu sjálfu. Það væri varla í samræmi við þessa niðurstöðu héraðsdóms, komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að forsendubrestur hafi orðið hjá lántakendum sem tóku verðtryggð lán í íslenskum krónum, segir Andri. Því geti fordæmisgildið orðið verulegt, staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Forsendubrestur sterk lagarökGísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir að staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms með sömu forsendum hafi það vafalaust eitthvert fordæmisgildi. Hann segir að koma verði í ljós hvort hæstiréttur telji rökstuðning dómsins um að enginn forsendubrestur hafi orðið eiga við í málum þar sem um gengistryggð eða verðtryggð lán í íslenskum krónum sé að ræða. „Ég taldi rök um forsendubrest vera sterk lagarök í svona málum, en hvort þetta var heppilegasta málið til að láta reyna á þau veit ég ekki,“ segir Gísli. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn drög að frumvarpi sem ætlað er að jafna stöðu þeirra sem tekið hafa erlend lán. Gísli segist ekki sammála öllu sem fram hafi komið í þeim frumvarpsdrögum sem hann hafi séð. Það sé þó jákvætt að með því sé ætlunin að koma í veg fyrir að tilviljunarkennd atriði eins og orðalag í samningum ráði úrslitum um réttarstöðu neytenda. brjann@frettabladid.is Skroll-Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Hvaða áhrif hefur dómur Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sambýlisfólks á Selfossi sem tók húsnæðislán í erlendri mynt? Fall krónunnar vegna bankahrunsins felur ekki í sér forsendubrest fyrir þá sem sannarlega tóku lán í erlendri mynt, jafnvel þó að hrun krónunnar hafi tvöfaldað skuld þeirra í einu vetfangi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sem Íslandsbanki höfðaði á hendur sambýlisfólki á Selfossi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag féllst dómurinn á kröfu Íslandsbanka. Fólkið, sem tók lán að andvirði 20 milljónir króna í japönskum jenum og svissneskum frönkum, var dæmt til að greiða bankanum 39,9 milljónir króna, auk vaxta og málskostnaðar. Báðir aðilar féllust á að lánið hefði sannarlega verið veitt í erlendri mynt. Því var ekki deilt um hvort lánið hefði verið ólögmætt í sjálfu sér, á sama hátt og gengistryggð lán sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæt. Björn Þorri Viktorsson, verjandi lántakendanna, segir að meðvitað hafi verið fallið frá kröfu um að lánið teldist ólögmætt gengistryggt lán. Það hafi verið gert til þess að fá niðurstöðu varðandi kröfur um forsendubrest. Hann segir að tilgangslaust hafi verið að krefjast úrlausnar um lögmæti lánsins sem slíks þegar stjórnvöld hafi boðað lagafrumvarp sem jafni stöðu þeirra sem tekið hafi lán í erlendri mynt. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar, en Björn segir yfirgnæfandi líkur á því að svo verði. Dómurinn tekur á þremur mikilvægum atriðum sem tekist hefur verið á um undanfarið, segir Andri Árnason, lögmaður Íslandsbanka í málinu. Hann segir að staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um þau atriði muni sá dómur vafalaust hafa fordæmisgildi í mörgum málum. Dómurinn telur í fyrsta lagi að ekki hafi orðið forsendubrestur þó að gengi krónunnar hafi hrunið. Dómurinn telur ekki skipta máli að lánið hafi verið greitt út í íslenskum krónum. Þá telur dómurinn ekki skipta máli að tilgreind hafi verið upphæð í íslenskum krónum sem var jafnvirði hins erlenda höfuðstóls á skuldabréfinu sjálfu. Það væri varla í samræmi við þessa niðurstöðu héraðsdóms, komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að forsendubrestur hafi orðið hjá lántakendum sem tóku verðtryggð lán í íslenskum krónum, segir Andri. Því geti fordæmisgildið orðið verulegt, staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Forsendubrestur sterk lagarökGísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir að staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms með sömu forsendum hafi það vafalaust eitthvert fordæmisgildi. Hann segir að koma verði í ljós hvort hæstiréttur telji rökstuðning dómsins um að enginn forsendubrestur hafi orðið eiga við í málum þar sem um gengistryggð eða verðtryggð lán í íslenskum krónum sé að ræða. „Ég taldi rök um forsendubrest vera sterk lagarök í svona málum, en hvort þetta var heppilegasta málið til að láta reyna á þau veit ég ekki,“ segir Gísli. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn drög að frumvarpi sem ætlað er að jafna stöðu þeirra sem tekið hafa erlend lán. Gísli segist ekki sammála öllu sem fram hafi komið í þeim frumvarpsdrögum sem hann hafi séð. Það sé þó jákvætt að með því sé ætlunin að koma í veg fyrir að tilviljunarkennd atriði eins og orðalag í samningum ráði úrslitum um réttarstöðu neytenda. brjann@frettabladid.is
Skroll-Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira