Innlent

Formaður norska Framfaraflokksins heillaður af gosinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Siv Jensen, formaður norska, er heilluð af íslenskum náttúruöflum. Mynd/ AFP.
Siv Jensen, formaður norska, er heilluð af íslenskum náttúruöflum. Mynd/ AFP.
Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, segir að hún sé heilluð af miklum kröftum íslenskrar náttúru. Siv er stödd hér á landi ásamt 120 flokksfélögum sínum segir norska blaðið Verdens Gang.

„Þó að þetta sé eitthvað sem maður eigi að taka alvarlega að þá er það mjög spennandi þegar náttúruöflin gera svona hressilega vart við sig," segir Siv.

Siv segir í samtali við VG að hún sjái þykk ský og skrýtna skýjabreiðu. Hún sé hins vegar ekki alveg í næsta nágrenni við jökulinn þannig að hún óttist ekki gosið.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Siv er stödd nærri eldgosi því að fyrir fáeinum árum var hún stödd á Ítalíu þegar eldgos varð þar.






Tengdar fréttir

Þrír flugvellir lokaðir vegna gossins

Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli hefur verið lokað þar til ítarlegri upplýsingar um gosið í Eyjafjallajökli liggja fyrir. Þetta er gert samkvæmt viðbúnaðaráætlun Flugstoða.

Innanlandsflug liggur niðri til kvölds

Allt innanlandsflug liggur niðri þangað til klukkan 18.15 í kvöld vegna eldgossins. Fólk er hvatt til að kynna sér tímasetningar á flugi á textavarpinu.

Gríðarlegan gosmökk leggur frá gosstöðvunum

Gríðanlegan gosmökk leggur frá gösstöðvunum í Eyjafjallajökli, segir Kristján Már Unnarsson fréttamaður sem staddur er i grunnskólanum á Hvolsvelli og fylgist með því sem þar fer fram. Hann segir að ekki sjáist til gosstöðvanna frá Hvolsvelli vegna gosmakkarins. Hvasst er á Hvolsvelli og virðist áttin vera þannig að mökkinn leggi að Hvolsvelli. Þyrla flaug yfir svæðið fyrir fáeinum mínútum en gat heldur ekki séð neitt til gosstöðvanna vegna gosmakkarins.

Gos hafið í Eyjafjallajökli

Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf.

Fóru í leyfisleysi á Fimmvörðuháls og festu sig

Tveir vísindamenn sem fóru í leyfisleysi upp á Fimmvörðuháls til að virða fyrir sér gosið festust þar á bíl sínum í nótt. Tveir menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík gerðu sér far upp á Fimmvörðuháls til þess að hjálpa þeim og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru þeir á leið niður. Lögreglan segir það mjög ámælisvert af mönnunum að fara þessa leið við þær aðstæður sem nú eru uppi.

Gosið ekki í ís

Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að bjarminn sem kemur frá gosinu bendi til þess að þarna komi glóandi kvika. Gosið komi ekki upp í ís því þá væri gjóskufjallið meira.

Bændum heimilt að fara inn á lokuð svæði í birtingu

Bændum heimilt að fara inn á lokuð svæði undir Eyjafjallajökli í birtingu til þess að sinna búpeningi í birtingu. Bændur óttuðust mjög í nótt um að búfé stafaði ógn af öskufalli frá gosinu.

Flugbann yfir eldstöðvunum

Þremur flugvélum Icelandair sem voru á leið frá Seatle, Orlando og New York í Bandaríkjunum, var snúið frá því að koma til íslands vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Flugvélunum frá Seattle og og Orlando var snúið til Boston en flugvélinni frá New York var snúið til Glasgow í Skotlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×