Innlent

Tveir fluttir slasaðir til Reykjavíkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slysið varð um hálfsjö í kvöld. Mynd/ Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir
Slysið varð um hálfsjö í kvöld. Mynd/ Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir
Gert er ráð fyrir að tveir farþeganna sem slösuðust í rútuslysinu við Einarsstaði í Þingeyjarsýslu fyrr í kvöld verði sendir með sjúkraflugi til Reykjavíkur í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra lækninga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Alls voru 17 í rútunni þegar að hún valt. Fjórir til fimm verða undir eftirliti á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fram á nótt og jafnvel til morguns. Ef þörf krefur munu þeir gangast undir aðgerðir. 10 - 12 hlutu minniháttar meiðsl og munu líklegast fara af sjúkrahúsi í kvöld.

Það voru 15 erlendir ferðamenn í rútunni, auk fararstjóra og bílstjóra. Lögreglan kannar nú hvort bremsur á rútunni hafi verið bilaðar en engin bremsuför hafa fundist þar sem rútan fór út af veginum.


Tengdar fréttir

Alvarlegt umferðarslys fyrir norðan

Alvarlegt rútuslys varð við Einarsstaði í Þingeyjarsýslu um hálfsjö í kvöld. Rúta með 15 erlenda ferðamenn, bílsstjóra og leiðsögumann fór út af þjóðvegi 1, inn á tún og valt þar. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir frá Húsavík, Aðaldal og Akureyri voru þegar sendar á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×