Innlent

Alvarlegt umferðarslys fyrir norðan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls voru 17 manns í rútunni sem valt. Mynd/ Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir.
Alls voru 17 manns í rútunni sem valt. Mynd/ Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir.
Alvarlegt rútuslys varð við Einarsstaði í Þingeyjarsýslu um hálfsjö í kvöld. Rúta með 15 erlenda ferðamenn, bílsstjóra og leiðsögumann fór út af þjóðvegi 1, inn á tún og valt þar. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir frá Húsavík, Aðaldal og Akureyri voru þegar sendar á vettvang.

Tveir eru taldir vera alvarlega slasaðir og voru fluttir með sjúkrabíl á Akureyri, 6-8 manns eru minna slasaðir en hafa einnig verið fluttir með sjúkrabíl á Akureyri.

Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð, þyrla Landhelgisgæslu og sjúkraflugvél á Akureyri voru settar í viðbragðsstöðu.

Þjóðvegurinn lokaðist ekki og ekki urðu neinar truflanir á umferð.

Samkvæmt upplýsingum frá fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra er lögregla enn við störf á vettvangi ásamt björgunarsveitum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×