Innlent

Útilokað að lífeyrissjóðir taki þátt í flatri leiðréttingu

Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, er ósammála Helga.
Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, er ósammála Helga. Mynd/Stefán Karlsson

Formaður Landssamstaka lífeyrissjóða útilokar að lífeyrissjóðirnir taki þátt í flatri leiðréttingu á húsnæðisskuldum - eins og stjórnarþingmaðurinn Helgi Hjörvar lagði til í gær.

Helgi Hjörvar, stjórnarþingmaður frá Samfylkingu og formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis skrifaði óvænta grein í Fréttablaðið í gær - þar sem hann segir hundrað milljarða króna svigrúm til að leiðrétta húsnæðislán heimilanna.

Hugmynd hans fékk ekki miklar undirrektir hjá flokkssystkinum hans úr ríkisstjórn á Alþingi í gær. Ríkisstjórnin hefur ítrekað sagt að ekki væri svigrúm til almennra leiðréttinga á húsnæðislánum heimilanna. Tuttugu prósent leiðrétting myndi kosta 229 milljarða króna. 100 milljarða króna svigrúmið rökstyður Helgi að hluta með því að lífeyrissjóðirnir hafi nýverið keypt hagstæðan skuldabréfapakka með íslenskum íbúðabréfum, og styrkt stöðu sína með því um á þriðja tug milljarða. Hann telur ekki óeðlilegt að ávinningur lífeyrissjóðanna renni til að leiðrétta húsnæðislán.

Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, er ósammála Helga og líst illa á hugmyndirnar. Hann bendir á að lífeyrissjóðirnir hafi eingöngu lánað innlend lán verðtryggt og þau lán séu í langflestum tilvikum í góðum skilum. Því sé engin ástæða til að gera breytingar.

Arnar gefur ennfremur lítið fyrir þá röksemd Helga að hagnaður lífeyrissjóðanna af íbúðabréfakaupum verði notaður til að leiðrétta íbúðalán fólks. Þeim fjármunum verði varið til styrkja tryggingafræðilega stöðu sjóðanna. Ef farið yrði í það að lækka lánin til sjóðfélaga yrði að skerða lífeyri á móti.












Tengdar fréttir

100 milljarða svigrúm til leiðréttingar

Helgi Hjörvar stjórnarþingmaður segir 100 milljarða króna svigrúm til að leiðrétta lán heimilanna. Án almennra leiðréttinga væru þau skilaboð send út í þjóðfélagið að skuldagleðin ein njóti skilnings. Forsætisráðherra tók ekki undir þessi orð á Alþingi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×