Innlent

Varabæjarfulltrúi sakar samherja um ólýðræðisleg vinnubrögð

Elfur Logadóttir, lögfræðingur, er fyrsti varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hún er auk þess formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.
Elfur Logadóttir, lögfræðingur, er fyrsti varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hún er auk þess formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.
Elfur Logadóttir, fyrsti varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, sakar samherja sína og forystumenn flokksins í bæjarfélaginu um ólýðræðisleg vinnubrögð. Hún segir þá ástunda sama vinnulag og þeir gagnrýni aðra flokka fyrir.

Elfur skipaði fjórða sætið á framboðslista Samfylkingarinnar en flokkurinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna í kosningunum í lok maí. Nýr meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Næstbesta flokksins og Lista Kópavogsbúa tók til starfa í gær en flokkarnir hafa sex af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn.

Í pistli um málið á heimasíðu sinni nefnir Elfur sérstaklega viðbrögð forystunnar við gagnrýni hennar á eitt helsta kosningamál flokksins, svokallaða Kópavogsbrú, sem fjallaði um aðgerðir í húsnæðis- og atvinnumálum.

„Svör oddvita og varaoddvita við efasemdum mínum voru nær orðrétt:

það þyrfti ekki endilega að standa við þetta kosningaloforð að loknum kosningum," segir Elfur. Hún segist hafa sagt að hún hefði ekki áhuga að svona vinnubrögðum og innihaldslausum kosningaloforðum.

Áfram í Samfylkingunni



„Valdhafar í Samfylkingunni í Kópavogi virðast enn ekki hafa áttað sig á hlutverki sínu á þeim tímum sem við nú lifum og hversu mikilvæg krafa fólks um breytta stjórnhætti er - í hverju hún felst. Þeir verða að átta sig á því að beiting formleysis við undirbúning og ákvarðanatöku er það sem hefur reynst fólkinu í landinu svo dýrkeypt," segir Elfur í pistli á heimasíðu sinni.

Elfur hyggst ekki segja sig úr Samfylkingunni eða frá þeim trúnaðarstörfum sem hún var kjörin til. Hún mun ekki sitja i í neinum nefndum á vegum flokksins. Pistilinn er hægt að lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×